Fasteignafélagið Ásbrú, sem eigast hefur íbúðarhúsnæði á Keflavíkurflugvelli sem bandarísku herinn færði ríkissjóði, hagnaðist um 1,6 milljarð króna á síðasta ári. Eigið fé félagsins er 3,4 milljarðar. Ávöxtun eiginfjár Ásbrúar var því því 47%. Slíka ávöxtun er fátítt að sjá í venjulegum fyrirtækjarekstri. Það er helst að hana megi finna í fíkniefnainnflutningi eða ólöglegri vopnasölu.
Stærstu hluthafar Ásbrúar eru þrjú félög auðkýfinga. Omega er félag í eigu Andra Sveinssonar og Birgis Más Ragnarssonar viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar. Klettar fjárfestingar er í eigu Sigurbjörns Þorkelssonar og Aðalheiðar Magnúsdóttur, en Sigurbjörn efnaðist mjög sem framkvæmdastjóri afleiðuviðskipta hjá Lehman Brothers í New York fyrir hrun, bankans sem hrundi í fjármálakreppunni og jók hana. Þau hjón eiga Ásmundarsal, hvar hin auðugu fögnuðu fyrirhugaðri sölu á Íslandsbanka á Þorláksmessu 2020 í samkvæmi sem lögreglan leysti upp. Þriðji stærsti eigandinn er svo Ursus, fjárfestingarfélags Heiðars Guðjónssonar, sem var stærsti eigandi hlutabréfa í Sýn þar til fyrir skömmu og tengdasonur Björns Bjarnasonar fyrrum ráðherra og áhrifamanns í Sjálfstæðisflokknum.
Á Ásbrú er lítið um þjónustu og leiga því lág í samanburði við önnur hverfi í Reykjanesbæ. Þarna býr því margt fátækt fólk, öryrkjar og námsmenn.
En ríkið seldi íbúðarhúsinu á mjög lágu verði á sínum tíma svo eigendur hagnast vel á að leigja þau út en þó ekki síður á hækkun fasteignaverðs. Eignastokkurinn hækkaði um 2,1 milljarð króna í fyrra.
Íbúðirnar á Ásbrú voru seldar bröskurum eftir Hrun fyrir lágt verð. Til að fjármagna kaupin voru nokkrar íbúðir seldar með miklum hagnaði og þannig búið til eigið fé úr engu. Hlutir í félaginu voru svo seldir þannig að það er nú í eigu nokkurra auðkýfinga. Sem græða ofboðslega á að legja fátæku fólki.
Það fyrirbrigði, auðugt fólk sem auðgast á að leigja fátækum, er kallað slumlords á ensku.
Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga