47% ársávöxtun Ásbrúar af leigu til fátækra

Húsnæðismál 26. sep 2022

Fasteignafélagið Ásbrú, sem eigast hefur íbúðarhúsnæði á Keflavíkurflugvelli sem bandarísku herinn færði ríkissjóði, hagnaðist um 1,6 milljarð króna á síðasta ári. Eigið fé félagsins er 3,4 milljarðar. Ávöxtun eiginfjár Ásbrúar var því því 47%. Slíka ávöxtun er fátítt að sjá í venjulegum fyrirtækjarekstri. Það er helst að hana megi finna í fíkniefnainnflutningi eða ólöglegri vopnasölu.

Stærstu hluthafar Ásbrúar eru þrjú félög auðkýfinga. Omega er félag í eigu Andra Sveinssonar og Birgis Más Ragnarssonar viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar. Klettar fjárfestingar er í eigu Sigurbjörns Þorkelssonar og Aðalheiðar Magnúsdóttur, en Sigurbjörn efnaðist mjög sem framkvæmdastjóri afleiðuviðskipta hjá Lehman Brothers í New York fyrir hrun, bankans sem hrundi í fjármálakreppunni og jók hana. Þau hjón eiga Ásmundarsal, hvar hin auðugu fögnuðu fyrirhugaðri sölu á Íslandsbanka á Þorláksmessu 2020 í samkvæmi sem lögreglan leysti upp. Þriðji stærsti eigandinn er svo Ursus, fjárfestingarfélags Heiðars Guðjónssonar, sem var stærsti eigandi hlutabréfa í Sýn þar til fyrir skömmu og tengdasonur Björns Bjarnasonar fyrrum ráðherra og áhrifamanns í Sjálfstæðisflokknum.

Á Ásbrú er lítið um þjónustu og leiga því lág í samanburði við önnur hverfi í Reykjanesbæ. Þarna býr því margt fátækt fólk, öryrkjar og námsmenn.

En ríkið seldi íbúðarhúsinu á mjög lágu verði á sínum tíma svo eigendur hagnast vel á að leigja þau út en þó ekki síður á hækkun fasteignaverðs. Eignastokkurinn hækkaði um 2,1 milljarð króna í fyrra.

Íbúðirnar á Ásbrú voru seldar bröskurum eftir Hrun fyrir lágt verð. Til að fjármagna kaupin voru nokkrar íbúðir seldar með miklum hagnaði og þannig búið til eigið fé úr engu. Hlutir í félaginu voru svo seldir þannig að það er nú í eigu nokkurra auðkýfinga. Sem græða ofboðslega á að legja fátæku fólki.

Það fyrirbrigði, auðugt fólk sem auðgast á að leigja fátækum, er kallað slumlords á ensku.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí