Fylgisveifla yfir á þann fremsta gæti tryggt Lula sigur í fyrri umferð

Stjórnmál 20. sep 2022

„Það hefur gerst áður að síðustu dagana fyrir kosningar þá færi hinir óákveðnu sig á þann sem er með mesta fylgið,“ segir Luciano Dutra, þýðandi sem fæddist og ólst upp í Brasilíu en hefur búið lengi á Íslandi. Hann telur að veik staða Jair Bolsonaro forseta Brasilíu og óánægja með stefnu hans geti tryggt Lula da Silva, fyrrum forseta, sigur í fyrstu umferð.

Samkvæmt nýjustu könnunum hefur Lula ágætt forskot og víðast meira fylgi en sést af myndinni. Þessi könnun sýnir minni mun en flestar aðrar.

Lula er fyrrum verkalýðsleiðtogi og Luciano segir hann hafa verið róttækari á árum áður. „Í dag er hann eins og Tony Blair Brasilíu,“ segir Luciano og lýsir því hvernig Lula hafi fært sig inn að miðju með árunum.

Bolsonaro getur aðeins treyst á um 25% kjarnafylgi, sem raunverulega tengir við stefnu hans. Í síðustu kosningum færði fólk sem var óánægt með stjórn Verkamannaflokksins sig yfir á Bolsonaro, ekki vegna þess að það væri hrifið af honum eða stefnu hans heldur vegna óánægju með stjórn landsins undir stjórn Verkamannaflokksins og Dilmu Rousseff.

Þegar Luciano var beðinn að lýsa Bolsonaro sagði hann Bolsonaro vera eins og Jón Gnarr, ef Jón Gnarr væri heimskur og illur maður.

Nánast meðan við ræddum við Luciano mátti sjá af yfirliti yfir samandregnar skoðanakannanir að sú tilhneiging sem hann spáði var farin að sjást, fylgi Lula er að aukast en fylgi Bolsonaro að skreppa saman. Grafið hér að ofan sýnir breytingar frá því um mitt sumar og þessi sveifla sem Luciano benti á er þarna í blálokin, á allra síðustu dögum.

Viðtalið við Luciano Dutra um brasilísku kosningarnar má sjá í spilaranum hér að ofan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí