Kaupmáttur láglaunafólks dregst hraðar saman í dýrtíðinni

Dýrtíðin 22. sep 2022

Ef við eigum að geta rætt um kaupmáttarrýrnun láglaunafólks og aðgerðir til að verja það fyrir áhrifum verðbólgu þurfum við að geta mælt neyslu láglaunafólks, sem er öðruvísi en fólks almennt. Þar vegur húsnæði hærra og líka matur, sem hvort tveggja hefur hækkað umfram almennt verðlag. Það er því líklegt að kaupmáttur láglaunafólks hafi byrjað að dragast saman fyrr og hafi lækkað meira en kaupmáttur launafólks almennt.

Þetta eru niðurstöður mats Halldórs Árnasonar hagfræðings, sem hann birti í grein á Vísi: Hver er raun­veru­leg kaup­geta lág­tekju­fólks?

Halldór kom að Rauða borðinu og sagði nauðsynlegt að búa til sérstaka neysluvísitölu lágtekjufólks í ljósi áherslna stjórnvalda á að vernda þennan hóp sérstaklega fyrir afleiðingum verðbólgunnar. Það væri nauðsynlegt til að meta hversu mikið kaupmáttur láglaunafólks dregst saman og líka til að geta ákvarðað hvaða aðgerðir eru áhrifaríkastar gagnvart stöðu þessa fólks. Það er ekki nóg að grípa til aðgerða sem lækka almenna neysluvísitölu heldur þarf að grípa til aðgerða sem lækka sérstaklega það sem vegur þyngst í neyslu láglaunafólks.

Til að skýra mikilvægi þessa bjó Halldór til neysluvísitölu láglaunafólks og byggði hana á hinni almennu vísitölu. Samanburðinn má sjá á þessari mynd:

Sjá má að í Neysluvísitölu láglaunafólks eru húsnæðisliðurinn og matvælaliðurinn samanlagt 90% af neysluútgjöldum þegar þeir liðir eru samanlagt 44,3% af venjulegu neysluvísitölunni. Það eru síðan þrír flokkar sem eru ekki partur af vísitölu láglaunafólks, sem þýðir að gert er ráð fyrir að lágtekjufólk hafi ekki efni á útgjöldum í þá flokka.

Og hvernig hafa þessar vísitölur þróast að undanförnu? Hér er þróunin frá ársbyrjun 2020:

Hér sést að frá því í maí 2021 hefur 12 mánaða hækkun neysluvísitölu láglaunafólks verið meiri en almennu vísitölunnar. Það þýðir að frá þeim tíma hefur lágtekjufólk horft fram á meiri kostnaðarhækkanir en meðalmanneskjan í samfélaginu. Einnig má sjá að árstaktur hækkunar almennu vísitölunnar lækkaði á milli júlí og ágúst á meðan árstakturinn í neysluvísitölu láglaunafólks jókst, þó með lækkandi hraða.

Á súluritinu hér að neðan má sjá miðgildi reglulegra launa fullvinnandi eftir starfsstéttum árið 2021.

Lægstu hóparnir eru annars vegar verkafólk og hins vegar þjónustu-, sölu og afgreiðslufólk. Þessir tveir hópar höfðu lægsta miðgildi reglulegra launa á síðasta ári af þeim starfsstéttum sem Hagstofan gerir launavísitölur fyrir. Og Halldór kannar hvernig laun þeirra hafa þróast að undanförnu og lætur fylgja með meðaltal alls launafólks. Hafa ber í huga að láglaunahóparnir tveir eru inn í meðaltalinu.

Hér sést glögglega að verkafólk hefur notið ríflegri launahækkana en hinir tveir hóparnir á tímabilinu sem um ræðir. Athygli vekur einnig hversu litlu munar á meðaltalinu og þjónustu-, sölu og afgreiðslufólk.

En þegar metinn er kaupmáttarþróun miðað við ólíkar vísitölur, þ.e. aðkaupmáttur láglaunafólksins sé metin samkvæmt neysluvísitölu láglaunafólks en meðallaunin samkvæmt almennri vísitölu sést ólík þróun:

Það sem vekur sérstaka athygli hér er að frá því í september 2021 hefur kaupmáttarþróun lágtekjuhópanna nánast samfellt verið lakari en meðalmanneskjunnar. Miðað við fyrrgreinda spá um launaþróun í júní og júlí heldur sú þróun áfram. Miðað við forsendur þessarar skoðunar stenst ekki sú fullyrðing sem gjarnan hefur verið haldið fram, að lágtekjuhóparnir njóti enn þá kaupmáttaraukningar. Kaupmáttur þjónustu-, sölu og afgreiðslufólks byrjaði að dragast saman í janúar og dróst saman næstu tvo mánuði á eftir. Lágtekjuhóparnir hafa því dregist aftur úr hvað kaupmáttarþróun varðar, miðað við gefnar forsendur.

Hlýða má á viðtalið við Halldór í spilarnum hér að ofan.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí