Í Frakklandi gilda reglur um laun borgar- og bæjarfulltrúa og einnig borgar- og bæjarstjóra. Laun þessa fólks miðast við stærð sveitarfélaganna en í héraðshöfuðborgum og miklum ferðamannastöðum er borgað álag. Íslenskir bæjar- og borgarstjórar sprengja þennan skala. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi er þannig með 1,6 m.kr. of mikið laun miðað við franskan skala.
Ef við miðum franska kerfið við lágmarkslaun í Frakklandi og færum yfir á íslenskan raunveruleika miðað við lágmarkslaun hér lítur taflan svona út:
Stærð sveitarfélaga | Íslensk laun |
---|---|
Sveitarfélög með minna en 500 íbúa | 217.387 kr. |
Sveitarfélög með minna en 1.000 íbúa | 343.557 kr. |
Sveitarfélög með minna en 3.500 íbúa | 439.888 kr. |
Sveitarfélög með minna en 10.000 íbúa | 468.873 kr. |
Sveitarfélög með minna en 20.000 íbúa | 554.123 kr. |
Sveitarfélög með minna en 50.000 íbúa | 767.247 kr. |
Sveitarfélög með minna en 100.000 íbúa | 937.746 kr. |
Sveitarfélög með meira en 100.000 íbúa | 1.236.120 kr. |
París | 1.895.947 kr. |
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, er með 2.179.080 kr. í laun samkvæmt upplýsingum borgarinnar. Hann er því hærra launaður en Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, sem er líka höfuðborg en sextán sinnum fjölmennari en Reykjavík.
Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri Kópavogs og fær fyrir það 2.380.021 kr. í laun á mánuði. Miðað við frönsku mælistikuna ætti Ásdís að fá 767.247 kr. á mánuði, laun á við leikskólastjóra. En laun hennar eru 1.612.774 kr. hærri en þetta. Laun Ásdísar eru 3,1 sinnum hærri en franskir bæjarstjórar í álíka stórum bæjum sætta sig við. Hvers vegna? Líklega vegna þess að á Íslandi eru engan hömlur á launum stjórnmálafólks.
Garðbæingar borga Almari Guðmundssyni nýjum bæjarstjóra Garðabæjar 1.640 þús. kr. of mikið miðað við frönsku reglurnar. Íbúar Snæfellsbæjar borga Kristni Jónassyni 1.484 þús. kr. of mikið, Mosfellsbæingar borgar Regínu Ásvaldsdóttur 1.487 þús. kr. of mikið og íbúar Seltjarnarness Þór Sigurgeirssyni 1.364 þús. kr. of mikið. Svo fáein dæmi séu tekin.
Ef aðeins eru tekin sveitarfélög með yfir þúsund íbúa og gert ráð fyrir að sveitarstjórar þeirra fái milljón á mánuði umfram það sem væri ef franskar reglur giltu hér, má ætla að íslenskur almenningur greiði bæjarstjórnum tæplega 400 m.kr. árlega umfram það sem væri ef hér yrðu settar á franskar reglur.
Hver er staðan í þínu sveitarfélagi? Þú getur grennslast fyrir á bæjarskrifstofunni hvað sveitarstjórinn er með í laun og borið saman við hver launin ættu að vera samkvæmt frönsku reglunni. Lagt er 25% álag ofan á sveitarfélög sem eru einskonar héraðshöfuðborgir.
1.236.120 kr. : Reykjavík
959.059 kr. : Reykjanesbær
767.247 kr. : Kópavogur, Hafnarfjörður
692.654 kr. : Akureyri, Árborg
586.091 kr. : Múlaþing, Ísafjarðarbær
554.123 kr. : Garðabær, Mosfellsbær
468.873 kr. : Akranes, Fjarðabyggð, Seltjarnarnes, Vestmannaeyjar, Skagafjörður, Borgarbyggð, Suðurnesjabær, Grindavíkurbær
439.888 kr. : Norðurþing, Hveragerði, Ölfus, Hornafjörður, Rangárþing eystra, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Rangárþing ytra, Snæfellsbær, Sveitarfélagið Vogar, Húnaþing vestra, Stykkishólmur, Bláskógabyggð, Vesturbyggð, Eyjafjarðarsveit
343.557 kr. : Bolungarvík, Blönduósbær, Þingeyjarsveit, Grundarfjarðarbær, Hrunamannahreppur, Mýrdalshreppur, Hörgársveit, Flóahreppur, Hvalfjarðarsveit, Dalabyggð, Vopnafjarðarhreppur, Skaftárhreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Langanesbyggð
217.387 kr. : Skagaströnd, Skútustaðahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Strandabyggð, Húnavatnshreppur, Grýtubakkahreppur, Ásahreppur, Tálknafjarðarhreppur, Kjósarhreppur, Reykhólahreppur, Súðavíkurhreppur, Akrahreppur, Kaldrananeshreppur, Fljótsdalshreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Svalbarðshreppur, Skagabyggð, Helgafellssveit, Tjörneshreppur, Skorradalshreppur, Árneshreppur
Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga