Margt vinstra fólk á Ítalíu mætti ekki á kjörstað

Heimspólitíkin 27. sep 2022

Eitt það áhugaverðasta við niðurstöðurnar er dræm kjörsókn, segir Michele Rebora stjórnmálafræðingur eftir ítölsku kosningarnar. Kjörsókn var dræm í suðrinu, dræm meðal fátækra, ungra og minna menntaðra. En Michele segir að vinstra fólk hafi haft fáa kosti í þessum kosningum og það hafi síður kosið en þeir sem eru hægrisinnaðir. Niðurstaðan var stórsigur hægri flokka og líklega verður fasisti næsti forsætisráðherra.

Giorgia Meloni, formaður Bræðra Ítalíu, var félagi í Movimento Sociale Italiano, sem var arftaki fasistaflokks Mussolini. Og flokkur hennar í dag er með sömu áherslur. Meloni leggur áherslu á öryggisnet og félagsleg kerfi en aðeins fyrir Ítali sjálfa. Hún vill loka landinu fyrir innflytjendum, setja á hafnbann svo innflytjendur frá Norður-Afríku komist ekki til landsins.

Allt yfirbragð flokksins sé líka tilvísun til fasismann, t.d. loginn í fánalitunum sem er í merki flokksins. Og þegar Meloni heldur ræður eru þær fullar af slíkum tilvísunum. Það er því ljóst að fasisminn hefur komist til valda í Ítalíu. Hann er ekki nákvæmlega eins og fyrir áttatíu árum, en hann er kominn.

Michele sagði að innflytjendamál hefðu sett svip á kosningarnar enda setji þau mál svip á ítalskt samfélag. Ítalía á í miklum erfiðleikum, þar er efnahagsleg stöðnun, mikið atvinnuleysi og grunnkerfi samfélagsins við það að bresta. Ofan á þetta bætist flóttamannastraumur sem landið á í miklum erfiðleikum með. Hægrið notar ástandið til að kenna innflytjendum um að vera að fella grunnkerfi samfélagsins, í raun svipað og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur gert í umræðunni hér að undanförnu. En ástandið á Ítalíu er mun alvarlegra, þaðan er stutt yfir til Líbýu og Túnis, og fjöldi flóttafólks miklu meiri.

Bræður Ítalíu voru eini flokkurinn sem ekki studdi ríkisstjórn Mario Draghi og naut þess í kosningunum. Flokkurinn tengdist heldur ekki ríkisstjórnum Giuseppe Conte, sem Fimm stjörnuhreyfingin tilheyrði og Norðurbandalag Matteo Salvini þeirri fyrri og Lýðræðisflokkurinn, Partito Democratico, þeirri síðari. Norðurbandlagið tapaði miklu og líka Fimm stjörnuhreyfingin, en Lýðræðisflokkurinn hélt sínu fylgi en er enn undir 20% fylgi sem er veik niðurstaða fyrir burðarflokk mið-vinstrisins.

Það má sjá af þessu á ítalskir kjósendur refsa stjórnvöldum. Þar hefur meginþorri almennings misst trú á stjórnmálunum og er sannfært um að ekkert breytist, sama hvað kosið er. En helst vilja þeir ekki kjósa þá flokka sem fóru með völdin. Það kunna því að verða örlög Bræðra Ítalíu í næstu kosningum að verða fyrir refsingu kjósenda.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí