Nærri 90 prósent heimsbyggðarinnar styður ekki þvinganir gegn Rússum

Úkraínustríðið 29. sep 2022

Nýleg grein í Newsweek tímaritinu hefur vakið athygli en þar lýsa höfundarnir Michael Gfoeller og David Rundell, sem báðir hafa starfað sem Amerískir diplómatar, því hvernig stríðið í Úkraínu hefur klofið heiminn og þjappað saman andstæðingum Vesturlanda. Höfundarnir benda einnig á þá merkilegu staðreynd að ef tekið er mið af mannfjölda hafa tæplega 90% heimsins neitað að styðja efnahagsþvinganir Vesturlanda gegn Rússum.

Höfundarnir benda einning á að upphaf nýs kalds stríðs í heiminum hefur sameinað þessi lönd enn frekar og aukið fjölþætt samstarf þeirra, ekki síst á efnahagslega sviðinu.

Þannig hafi Sádi-Arabía hafið innflutning á rússneskri olíu til innanlands notkunar svo þeir geti flutt út meira af eigin framleiðslu til landa sem taka þátt í viðskiptaþvingunum á Rússum. Sádar hafa að auki opinberlega hafnað beiðni  forseta Bandaríkjanna um að auka olíuframleiðslu en ríkin hafa lengi verið bandamenn þrátt fyrir gróf mannréttindabrot Sáda. Þar í landi eru pyntingar og aftökur daglegt brauð auk þess sem málfrelsi er af skornum skammti og mótmæli hvers konar eru refsiverð. 

Kína selur nú Evrópu gas sem upprunnið er í Síberíu og flytur einnig inn rússneska olíu sem er hreinsuð í Kína og síðan flutt til Vesturlanda. Á sama tíma er Íran orðinn stærsti stærsti innflytjandinn rússnesku hveiti. Olíumálaráðherra Indlands lýsti því yfir að ríkisstjórn hans eigi ekki í neinum átökum við Moskvu og beri „siðferðileg skylda“ til að halda orkuverði niðri heima fyrir með því að kaupa rússneska olíu.

Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks fjallar um greinina á Facebook og segir að þjóðir heims vantreysti í auknum mæli Bandaríkjadal í viðskiptum og leiti leiða til að koma sér undan ráðandi heimsmarkaðsstöðu gjaldmiðilsins.  „Það er bara mannsaldur síðan Sterlingspundið var kjölfestugjaldmiðill heimsviðskipta svo að vel kann að vera að dollarinn fari sömu hnignunarvegferð“, segir Kristinn.

Kristinn gagnrýnir ennig blaðamennsku á vesturlöndum en það sjónarhorn sem birtast í greininni hjá Newsweek fær litla ef einhverja athygli í vestrænum fjölmiðlum: „Þetta er öðrum þræði ábending um að blaðamennska í okkar heimshluta er á hrikalega vondum stað. Eðlileg varúð og gagnrýnin hugsun virðist fokin út um gluggann. Augljós þvættingur á greiða leið í fyrirsagnir og „narratív“ sem vantar átakanlega röklegt samhengi fær vængi.“

Fátt bendir til þess að stríðið í Úkraínu taki enda á næstu misserum og flestir sérfræðingar spá að það muni dragast í mörg ár. Rússar hafa nú kallað út varalið og ætla að senda upp undir tvö hundruð þúsund hermanna til Úkraínu til að styrkja stöðu sína. Á sama tíma ríkir orkukreppa í Evrópu sem gæti leikið Evrópubúa grátt í vetur. 

Hér er greinin í Newsweek: Nearly 90 Percent of the World Isn’t Following Us on Ukraine

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí