Óleyfisíbúðir draga niður hverfisþjónustu

Húsnæðismál 20. sep 2022

Óleyfisíbúðir við Lönguhlíð draga niður hverfisþjónustuna í hverfinu. Þar sem áður voru verslanir og þjónusta eru nú íbúðir eða autt húsnæði. Húsið á horninu á Lönguhlíð og Miklubraut var notað til að auglýsa Samfylkinguna fyrir borgarstjórnarkosningar, en eigandi sem vill breyta húsinu í íbúðarhúsnæði er aldagamall vinur Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.

Rúmlega 600 íbúar Hlíðahverfis hafa skrifað undir kröfur um að borgin hjálpi til við að endurvekja þjónustu í Lönguhlíð. Meðal þess sem íbúarnir krefjast er að borgin veiti því athygli að mikið af því húsnæði sem áður var nýtt til atvinnustarfsemi séu nú óleyfisíbúðir.

Vegna langvarandi húsnæðisskorts og mikilla hækkana á fasteignaverði er talið að á milli 5.000 og 7.000 manns búi í óleyfishúsnæði, þ.e. atvinnuhúsnæði sem nýtt er sem íbúðarhúsnæði án heimilda í skipulagi.

Samkvæmt úttektum Slökkviliðsins á Höfuðborgarsvæðinu er slíkt húsnæði í mörgum tilfellum óíbúðarhæft og stenst ekki öryggiskröfur. Jafnframt eiga íbúar þess erfitt með að fá lögbundna þjónustu, t.d. grunnskólagöngu barna og sorphirðu þar sem skráning á dvöl íbúa er óheimil.

Meðal þeirra verslunarrýma sem hefur tekið hvað mestum breytingum frá fyrri tíð er Miklabraut 68 á horni Lönguhlíðar. Þar hefur verið sótt um að fá leyfi fyrir því að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir en því var synjað árið 2012, og aftur árið 2014 þegar sótt var um að breyta rýmunum í gistiheimili. Í þessu húsnæði var áður blómabúð, bókabúð, hárgreiðslustofa og bakarí.

Jón Magngeirsson er eigandi óleyfisíbúða í verslunarrýmum og kjallara hússins. Jón er einn af bakhjörlum Samfylkingarinnar og gaf leyfi fyrir að nota framhlið Miklubrautar 68 í birtingu auglýsinga fyrir framboð flokksins árið 2018. Auglýsingarnar voru teknar niður af íbúum hússins.

Mynd af Facebook-vegg Dags B. Eggertssonar af þeim félögum Degi og Jóni. Dagur skrifar: Jón Magngeirsson eða Nonni pípari einsog hann var – og kannski er – oftast kallaður var fyrsti þjálfari minni, í 5 flokki C (eld eld-gamla kerfið). Hann er af sönnun hverfishetjum Árbæjarins, er með eigin leikvöll fyrir krakkana í hverfinu, einn af þeim sem haldið hefur uppi karlakvöldi Fylkis, fyrir utan að vera hvers manns hugljúfi.

Á meðan dregur úr þjónustu og fjölbreytni í hverfum borgarinnar eru sífellt fleiri sem þurfa að sætta sig við búsetu í óleyfisíbúðum vegna húsnæðisskorts.

Ríkisstjórnin undirbýr nú tillögur að úrræðum á húsnæðisskorti fyrir aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins. Frá undirritun lífskjarasamninga eru fjölmörg ákvæði sem lúta að aðkomu stjórnvalda að lausnum á framboði, aðgengi og gæðum á húsnæði enn óuppfyllt. Það er mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að 3.000 nýjar íbúðir þurfi að koma á markað á hverju ári fram til ársins 2030 til að eyða óuppfylltri húsnæðisþörf landsmanna.

Samkvæmt Ólafi Margeirssyni hagfræðingi eru merki um að bygging íbúðarhúsnæðis sé að dragast saman sem mun framlengja framboðsskorti húsnæðis, eins og sjá má af grafinu hér að neðan sem hann birti á Facebook. Spyrja má hvort neyð fólks geti nema aukist ef fer sem horfir.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí