Ríkisstjórnin kolfallin

Stjórnmál 29. sep 2022

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu myndi ríkisstjórnin falla ef kosið væri nú. Hver stjórnarflokkur myndi missa þrjá þingmenn, og Sjálfstæðisflokkurinn jafnvel þann fjórða. Flokkur fólksins myndi líka missa þrjár. Þessir þingmenn færi á Samfylkinguna og Sósíalista, sem bæta við sig fjórum hvor flokkur; tveir á Pírata og Miðflokkur og Viðreisn fengju sitthvorn – Viðreisn jafnvel annan til.

Könnunin var gerð þegar ár var liðið frá kosningum. Á þessum tíma hafa stjórnarflokkarnir tapað 9,2 prósenta fylgi. Nýja hægrið, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn, hafa tapað 3,9 prósentum en fylgi hinnar svokölluðu frjálslyndu miðju Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar hefur aukist um 11,7 prósent. Sósíalistar, sem eru utan þings, hafa bætt við sig 2,7 prósentum.

Svona birtir Maskína könnunina. Við hvern flokk er niðurstaða kosningana sýnd, þá þrjár nýjustu kannanirnar og sú nýjasta í lit. Flokkarnir eru í þessari röð: Framsókn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Sósíalistar, Flokkur fólksins, Píratar, Samfylkingin og Vg.

Svona skiptast þingmenn samkvæmt könnuninni (innan sviga breyting frá núverandi þingheimi, eftir flokkaflakk):

Ríkisstjórn:
Sjálfstæðisflokkur: 14 þingmenn (-3)
Framsóknarflokkur: 10 þingmenn (-3)
Vg: 5 þingmenn (-3)
Ríkisstjórn alls: 29 þingmaður (-9)

Hin svokallaða frjálslynda miðja:
Samfylkingin: 10 þingmenn (+4)
Píratar: 8 þingmenn (+2)
Viðreisn: 7 þingmenn (+2)
Hin svokallaða frjálslynda miðja: 25 þingmenn (+8)

Ný-hægri andstaðan:
Flokkur fólksins: 3 þingmenn (-3)
Miðflokkurinn: 3 þingmenn (+1)
Ný-hægri andstaðan: 6 þingmenn (-2)

Stjórnarandstaða utan þings:
Sósíalistaflokkurinn: 4 þingmenn (+4)

Ef við skoðum bryetinguna frá kosningum þá er hún þessi:

Þessir bæta við sig:
Samfylkingin: +5,3 prósentur
Píratar: +4,3 prósentur
Sósíalistar: +2,7 prósentur
Viðreisn: +2,1 prósentur

Þessi standa í stað:
Miðflokkur: -0,1 prósentur

Þessir missa fylgi:
Framsókn: -1,7 prósentur
Sjálfstæðisflokkur: -3,6 prósentur
Flokkur fólksins: -3,8 prósentur
Vg: -3,9 prósentur

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí