Gæti fengið fjölmiðlastyrk, en ekki fyrr en 2025

Fjölmiðlar 24. sep 2022

Alþýðufélagið íhugar nú að gera Samstöðina að fjölmiðli, en hún hefur fyrst og fremst verið umræðuvettvangur hingað til. Ef Samstöðin verður skráð sem fjölmiðill þá á hún rétt á fjölmiðlastyrk úr ríkissjóði. Sem er eðillegt, því þá væri hún í samkeppni við þá miðla sem fyrir eru á markaðnum sem allir njóta styrka. En sá hængur er á að reglurnar eru þannig að Samstöðin gæti fengið styrk í fyrsta lagi eftir tvö og hálft ár, árið 2025.

Fjölmiðlar þurfa að sækja um styrk fyrir 1. ágúst fyrir komandi ár. Þegar umsóknin er send inn þurfa miðlarnir að hafa verið skráðir og haldið úti dagskrá í 12 mánuði þar á undan. Það mun ekki eiga við Samstöðina 1. ágúst 2024 og þá getur hún sótt um styrk fyrir árið 2025.

„Þetta er eins og svo margt í okkar samfélagi. Það sem virðist vera til stuðnings og jöfnuðar er í raun til að verja stöðu þeirra sem fyrir eru fyrir samkeppni,“ segir Gunnar Smári Egilsson, einn þeirra sem vinnur að uppbyggingu Samstöðvarinnar og umsjónarmaður Rauða borðsins sem þar er.

Gunnar Smári segir að vel gangi að undirbúa Samstöðina. Það megi sjá á vef, Facebook og youtube. Alþýðufélagið, sem stendur að baki Samstöðinni, er félagsskapur þeirra sem greiða til einskonar áskrift til Samstöðvarinnar. Ganga má í Alþýðufélagið hér: Skráning. Auk þess lætur Sósíalistaflokkurinn helminginn af ríkisframlagi til flokksins renna til Samstöðvarinnar.

„Hugsunin á bak við þá ákvörðun er að umræðuvettvangurinn á Íslandi sé skakkur vegna mikilla ítaka fjársterkra aðila,“ segir Gunnar Smári, sem líka er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. „Það kostulega er að ef okkur tekst að byggja upp fjölmiðil þá hittum við fyrir á markaði fjölmiðla í eigu auðugasta fólksins á landinu sem fá veglega styrki frá ríkissjóði til að halda þessum miðlum sínum úti. Og ef við leitum til ríkisins til að sitja við sama borð er okkur sagt að bíða í tvö og hálft ár. Líklega vonast þau sem stýra þessu kerfi að við deyjum á leiðinni.“

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí