Sjálfsvígshugsanir tíðari hjá þolendum vændis en nauðgana

Vændi 23. sep 2022

Ný rannsókn Stígamóta sýnir að sjálfsvígshugsanir eru tíðari hjá þolendum vændis en konum sem hefur verið nauðgað. 92% þolenda höfðu fyrir vændið orðið fyrir öðru kynferðisofbeldi – 80% þeirra voru þá undir 18 ára og 46% þeirra eru einnig þolendur sifjapells. Þetta kom m.a. fram á málþingi um vændi sem Stígamót stóðu að í gær.

Á málþinginu var farið yfir niðurstöður tölfræðigreiningar á gögnum samtakanna. Greining Stígamóta varpar ljósi á að þolendur vændis eru aðallega íslenskar konur, en fram hefur komið að samtökin búi yfir upplýsingum um 28 karla sem vitað er að hafi haft milligöngu um að selja aðgang að líkömum kvenna. Konur með erlendan bakgrunn eru auðvitað líka þolendur vændis, en erfiðar hefur fyrir samtökin að ná til þess hóps.  

Síðastliðið sumar kom út bókin Venjulegar konur – Vændi á Íslandi eftir Brynhildi Björnsdóttur. Í bókinni fara þolendur vændis, konur, yfir afleiðingar þess að hafa neyðst til þess að selja aðgang að líkama sínum. Konurnar í bókinni eiga það sameiginlegt að af hafa leiðst út í vændi til að geta dregið fram lífið og allar eru fórnarlömb félagslega kerfisins eða láglaunastefnu sem gerir þeim ómögulegt að ná endum saman. 

Bókin er unnin að undirlagi Evu Dísar Þórðardóttur, aktivista og þolanda vændis: „Mér fannst bara svo skrýtið að það væri ekki svona samfélagsleg reiði eða ákveðni í að útrýma vændi á Íslandi. Að leyfa þessu bara að grassera í okkar samfélagi sem er svona lítið og að þetta bara svona viðgengist. Að fólk í neyð; veikar konur og fátækar konur -að það er bara svona samfélagslega, ekki samþykkt, en bara viðurkennt – með því að hunsa það” sagði Eva Dís í viðtali við Eddu Falak í þættinum Eigin konur í vor.  

Bókinni hefur undanfarið verið dreift markvisst innan íslenskrar stjórnsýslu, m.a. til dómara, alþingisfólks, ráðherra, félagsmálayfirvalda, lögregluembætta, borgaryfirvalda og jafnréttisfulltrúa háskólanna.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí