Skattbyrði lægstu launa margfaldast

Ríkisfjármál 20. sep 2022

Ef borið er saman tekjuskattskerfið 1991 og 2022 kemur í ljós að skattbyrði lægstu tekna hefur aukist sé miðað við fast verðlag. Og þegar gert er ráð fyrir hækkun launa afhjúpast að skattabreytingar nýfrjálshyggjuáranna stórjók skattbyrði fólks á lægstu launum og lágum meðallaunum.

Þetta er best að skýra með tveimur gröfum.

Hér má sjá að miðað við skattprósentur og persónuafslátt uppfærðan miðað við verðlag hefur skattbyrði lægstu launa aukist þrátt fyrir nýtt lágtekjuþrep og lægri skattprósentu í milliþrepi, en 1991 var aðeins eitt þrep í tekjuskatti, 39,79%. Í dag eru þrepin þrjú: 31,45%, 37,95% og 46,25%.

Ástæða aukinnar skattbyrði þrátt fyrir lægri prósentu er hrörnun persónuafsláttar. Ef hann hefði haldið verðgildi sínu ætti hann að vera 84.752 kr. en er 53.916 kr.

Afleiðingin er að skattleysismörk lækka og skattur er tekin af þeim sem ekki borguðu skatta áður.

En þetta er aðeins hálf sagan.

Lægstu laun verkafólks hafa hækkað um 125 þús. kr. á þessu tímabili. Og ef við færum til tekjubogann um þessa upphæð, sýnum hvað gerist ef allir hafi fengið flata 125 þús. kr. launahækkun á þessum 31 ári; þá afhjúpast skattahækkun nýfrjálshyggjuáranna.

Ef skattleysismörkin hefðu fylgt launaþróun væru þau í dag nærri lægstu launum, eins og áður var. Og skattbyrði allra lægstu væri miklum mun minni og skattbyrðin væri umtalsvert lægri upp að meðallaunum og meira segja lítillega aðeins umfram það.

Með því að láta persónuafslátt ekki fylgja verðlagi og kerfið sjálft ekki hækkun launa hafa stjórnvöld náð inn peningum með skattheimtu af þeim sem í raun eru alls ekki aflögufærir. Og peningarnir hafa verið notaðir til að lækka skatta á hinum ríku, á fyrirtækja- og fjármagnseigendum.

Fylgjendur nýfrjálshyggjunnar kynna það tímabil sem tímabil skattalækkana. Það á hins vegar ekki við um aðra en hin allra ríkustu. Nýfrjálshyggjutíminn var tímabil gríðarlegra skattahækkana frá sjónarhóli almennings og einkum hjá þeim tekjulægstu.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí