Háir vextir Seðlabankans drepi hagvöxt

Þótt hag­vöxt­ur­inn færi nið­ur um helm­ing á Íslandi í fyrra lækk­aði verð­bólg­an ekk­i, held­ur jókst lít­il­lega. Það ber því merki að hag­stjórn Seðla­banka Ís­lands er ekki nógu góð að því er Stefán Ólafsson prófessor emeritus í félagsfræði segir í grein á Heimildinni.

Hann segir vaxtahækkanir Seðlabankans hugsaðar til að draga niður kaupgetu almennings, minnka einkaneyslu, fjárfestingu og íbúðarkaup – í þeirri von að verðbólgan lækki. En aðgerðirnar hitti ekki í mark til að ná verðbólgu niður.

„Verðbólgan er að miklu leyti drifin áfram af óvenju miklu misvægi á húsnæðismarkaði sem vaxtahækkanir Seðlabankans gera bara verra en áður var. Þá hefur ör vöxtur ferðaþjónustunnar verðbólguhvetjandi áhrif. Aðstæður eru að þessu leyti sérstakar hér á landi. Það skýrir m.a. of lítinn árangur af baráttu Seðlabankans við verðbólguna.“

Stefán segir að Seðlabankinn hafi hins vegar náð árangri á öðru sviði. Aðgerðir bankans hafi hægt á efnahagslífinu svo um munar.

„Það er beinlínis að slokkna á hagvextinum vegna hinna háu vaxta! Þetta má sjá á myndinni hér að neðan og hvernig þróun verðbólgunnar er á sama tíma.“

Sjá alla greinina hér: https://heimildin.is/grein/21789/?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTAAAR08jFhHdSeo56nTEVs9EmoSURSQYYAyEcnHWhp6NN1lCz09eWzOBu3WVsM_aem_Af774l5OI4IOMtIyez2Jqt1hz5YvXMK7_a4o-JxX-Ot0bU8_flIIqvCytIndFlvl3bxHTj8VmNpb_AmRXxsKrWbv

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí