Rekstur íslenska ríkisins ekki sjálfbær

Hallarekstur ríkisins er alvarleg meinsemd sem þarf að bregðast sérstaklega við. Rekstur ríkisins er ekki sjálfbær.

Þetta kom fram hjá fjármálaráðherra Daða Má Kristóferssyni þegar hann kynnti fjár­mála­áætl­un fyr­ir árin 2026-2030.

Hann segir að stöðva þurfi hallann. Markvissar aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni bæta stöðu ríkissjóðs um 200 milljónir fram til ársins 2030, þar af sparist 107 milljarðar vegna hagræðingar. Sameining stofnana, kerfisbreytingar og fleira tengt fellur undir það.

Daði Már ræddi að efnahagshorfur væru í rétta átt, verðbólga á niðurleið sem og stýrivextir en raunvextir hafa hækkað gríðarlega síðustu ár, þeir næsthæstu í Evrópu.

Að ná niður vöxtum með aðhaldi í peningastefnu er „gríðarlegt hagsmunamál“ fyrir heimilin í landinu að sögn Daða Más. Rými ríkissjóðs til að takast á við áföll er takmarkað að hans sögn og er því brýnt að taka upp stöðugleikareglu, spara útgjöld og auka tekjur ríkissjóðs. Gjaldtaka á ökutæki, leiðrétting veiðigjalda og fleira eru meðal úrræða ríkisins að sögn fjármálaráðherra.

Í kostnaði við utanríkismál boðaði ráðherra aukin útgjöld enda væru mjög viðsjárverðir tímar

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí