Stríð Pútíns færir sumum á Íslandi 180 milljarða

Efnahagurinn 28. sep 2022

Í skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans kemur fram að stríðið í Úkraínu hækkaði verði á áli um 61% á fyrri helmingi ársins og verð á sjávarafurðum um 21%. Pútín hefur því fært þeim mikinn auð sem njóta arðs af auðlindum Íslendinga, erlendri stóriðju og innlendum stórútgerðum.

Það dregur úr áhrifum hækkunar verð á erlendum mörkuðum í erlendum gjaldeyri að krónan hefur styrkt sig gagnvart gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda. Evran er í dag 139,40 kr. en var 149,70 kr. fyrir ári. Í evrum talið hefur því innlendur kostnaður álvera og útgerða hækkað um 6,9%.

En það eru næstum smámunir í samanburði við hækkun á afurðunum á mörkuðum.

Útflutningsverðmæti sjávarafurða var í fyrra 296 milljarðar króna. Ef við setjum það í gegnum 21% hækkun á mörkuðum og 6,9% styrkingu gengis gefur það bættan hag til útgerðarinnar upp á um 38 milljarða króna. Sá bætti hagur hækkar ekki hlut almennings, sem á auðlindina sem hagur stórútgerðarinnar byggir á. Útgerðin getur borgað öll veiðileyfi með broti af þeim nýju peningum sem flæða til hennar vegna stríðs Pútíns.

Útflutningsverðmæti áls var í fyrra 284 milljarðar króna . Ef við setjum þá upphæð í gegnum 61% hækkun á mörkuðum og 6,9% styrkingu krónunnar hækkar upphæðin um 142 milljarða króna. Aðeins brotabrot af þessu eykur hagnað Landsvirkjunar, sem skilaði 15 milljarða króna hagnaði í fyrra. Þótt rekja megi þennan hagnað til orkuauðlinda almennings verður lunginn af hagnaðinum eftir í útlöndum, hjá alþjóðlegum auðhringjum.

Og eins og fram hefur komið á Samstöðinni borga álverin litla ef nokkra skatta til samfélagsins á Íslandi, sjá hér: Selt ál fyrir 1422 milljarða en aldrei borgað tekjuskatt.

142 milljarðar plús 38 milljarðar eru 180 milljarðar króna. Þetta er svo há tala að það er varla hægt að útskýra hana. Miðað við útflutningsverðmæti í fyrra er jafngildir þetta 24% aukning.

Stríð Pútíns er að hafa sömu áhrif á efnahag Íslands og seinni heimsstyrjöldin. Þá flæddu peningar til Íslands vegna eftirsóknar eftir matvöru og hækkunar á fiskverði. Og vegna þarfar hernámsliðsins fyrir vinnuafl. Á stríðsárunum flæddi þetta fé um samfélagið og lyfti efnahag fjölda heimila sem varla höfðu séð pening árum saman, á tíma grimmrar kreppu. Nú flæða peningar til þeirra sem flytja út fisk og ál og stranda áður en kemur að almenningi.

Eða hefur þú orðið var við nýja 180 milljarða nýlega?

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí