Landspítalinn sendi frá sér neyðarkall í dag: Mikið álag á bráðamóttöku – Þau sem geta, eru beðin um að leita annað.
Í tilkynningunni segir: Á Landspítala er nú mjög mikið álag, sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Því getur reynst nauðsynlegt að forgangsraða eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er.
Fólk sem leitar á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna vægari slysa eða veikinda getur búist við langri bið eftir þjónustu og ætti þess vegna að reyna að leita annað.
Samstöðin hefur rætt við starfsfólk á neyðarmóttökunni að undanförnu, bæði fyrrverandi og núverandi starfsfólk:
Jón Magnús Kristjánsson læknir:
Soffía Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingur:
Theódór Skúli Sigurðsson læknir:
Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga