Ungt fólk horfir sáralítið en aldraðir eru límdir við skjáinn

Fjölmiðlar 25. sep 2022

Yfirbragð spjallþáttar Gísla Marteins á Ríkissjónvarpinu er eins og þarna sé á ferðinni þáttur unga fólksins sem er á twitter og er með puttann á púlsinum. Reyndin er að þátturinn er vinsælastur hjá eftirlaunafólki og fátt ungt fólk horfir á þáttinn.

Þegar aldurssamsetning áhorfenda á Vikan með Gísla Martein er skoðuð sést að aðeins 9% fólk undir fertugu horfir á þáttinn en 43% fólks yfir sextugt. Og 53% fólks yfir sjötugt.

Það má best glöggva sig á þessu á svokölluðu ratsjárriti:

Þarna sést að fólk yfir sextugt er um helmingur áhorfenda og fólk yfir fimmtugt um tveir þriðju hlutar þeirra sem horfa á þáttinn í frumsýningu og endursýningu.

8% fólks á fertugsaldri horfir á þáttinn, sá aldurshópur sem kannski eru líklegust til að vera mikið á twitter, en þátturinn er á margan hátt endurspeglun á þeim viðhorfum sem eru ríkjandi á twitter.

Þetta sýnir auðvitað áhorfendur Ríkissjónvarpsins fremur en aðdáendur Gísla Marteins, svona er salurinn sem Ríkissjónvarpið bíður upp á. Sem er auðvitað bara eins og það er. Þáttur Gísla Marteins er því eins og sviðsetning twitter-fólksins fyrir gamla fólkið á Facebook.

Hér má sjá nýjasta þáttinn: Vikan með Gísla Marteini

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí