Vill hærri laun og lægri skatta, frekar en íslenskukennslu

Verkalýðsmál 14. sep 2022

Barbara Sawka, verkakona í Eflingu, segist vilja fá hærri laun og lægri skatta út úr næstu kjarasamningum. Húsnæðis- og bílalánið hennar hafi hækkað um 60 þús. kr. frá í vor og hún nái ekki lengur endum saman.

Hún krefst þess að verkafólk geti lifað af vinnu sinni og haft eitthvað aflögu í lok mánaðar. Ef það vilji mennta sig eða læra íslensku þá getur það gert það. Hver og einn á að ákveða slík.

Barbara lýsir í viðtali við Rauða borðið hvernig komið er öðruvísi fram við verkafólk af erlendum uppruna en þau sem eru fædd hér og uppalin. Reynt sé að láta erlenda verkafólkið vinna meira eða hafa af þeim laun með öðrum hætti. Barbara kom hingað fyrir tuttugu árum og þekkir því veröld erlends vinnuafls vel.

Hér má horfa á viðtalið við Barböru þar sem hún lýsir lífi erlends verkafólks og upplifun þess af af íslensku samfélagi.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí