Almenningur fær að borga fyrir bónusa og skattalækkanir

Heimspólitíkin 4. okt 2022

Ársþing breska Íhaldsflokksins stendur nú yfir í Birmingham í Englandi. Flokksþingið er haldið í skugga skelfilegrar óstjórnar hinnar nýju ríkisstjórnar Liz Truss í efnahagsmálum og kraumar óánægjan meðal flokksmanna. Ríkisstjórnin hefur þegar orðið að afturkalla stórfelldar skattalækkanir til hæst launaða fólksins. En þak á bónusgreiðslur hafa verið afnumdar og markaðirnir í London eru enn skjálfandi vegna þess að skattalækkanir á fyrirtæki, auk nauðsynlegra niðurgreiðslna á orkukostnaði, setja fjárlagahallan úr böndunum. Ríkisstjórnin hefur nú fundið „breiðu bökin“ til að bjarga fjárlagahallanum; lífeyrisþega.

Verðbólgan í Bretlandi hefur nú verið nálægt 10 prósentustigum. Það veldur dýrtíð sem hittir þá sem minnst mega sín verst. Eðlilegt væri því að lífeyrisgreiðslur myndu hækka í takt við verðbólguna. Ríkisstjórnin hefur samt gefið það í skyn að lífeyrisgreiðslurnar verði skertar til að borga fyrir skattalækkanir til fyrirtækja og kostnað við niðurgreiðslur á orkukostnaði. Auk þess þvertekur stjórnin fyrir að leggja á hvalrekaskatt á ofsagróða orkufyrirtækjanna, sem fjölmargir sérfræðingar hafa bent á að sé eðlileg leið til að fjármagna niðurgreiðslurnar.

Boðaðar skattalækkanir hafa nú þegar ollið skjálfta á fjármálamörkuðunum. Vextir á ríkisskuldabréfum ruku upp fyrir 4% eftir fjárlagafrumvarp Kwasi Kwarteng fyrr í september:

Þessir háu vextir stórhækka kostnað breska ríkisins við að taka lán þannig að til að róa markaðinn þá ræðst ríkisstjórnin á þá sem minnst mega sín til að lækka lántökur. Auk þess boðar ríkisstjórnin stórfelldar breytingar á reglugerðum fyrir fyrirtæki og fjármálastofnanir.

Á flokksþingi Íhaldsflokksins má finna mikla óánægju með klúður flokksbræðra sinna og systra sem skipa ríkisstjórnina. Fyrrum leiðtogaframbjóðandi flokksins, Michael Gove, hefur lýst því yfir að hann muni líklega greiða atkvæði gegn fjárlagafrumvarpinu þegar það verður lagt formlega fram. Penny Mordaunt, ráðherra flokksins og helsti leiðtogi miðjumanna í flokknum, hefur krafist þess að lífeyrisgreiðslur verði hækkaðar í takt við verðbólgu og skattalækkanir á fyrirtæki verði teknar til baka. Þingmenn Íhaldsflokksins frá Norður Englandi, sem unni sæti frá Verkamannaflokknum í síðustu kosningum, sjá fram á að falla af þingi og hafa varað sterklega við því að ráðast á kjör þeirra sem minnst mega sín. Óánægjan kraumar því á þingi Íhaldsflokksins í Birmingham.

Ársþing Íhaldsflokksins mun standa fram á miðvikudaginn 5. október og mun Samstöðin fylgjast áfram með þinginu.

Í spilaranum hér að ofan er viðtal við Guðmund Auðunsson hagfræðing í London um landsfund Íhaldsflokksins og efnahagsástandið í Bretlandi.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí