Annað kosningaloforð svikið: Enginn næturstrætó

Borgarmál 18. okt 2022

Stjórn Strætó hefur ákveðið að hætta akstri næturstrætó frá og með núna. „Við ætlum að koma á næturstrætó,“ stóð í yfirlýsingu meirihlutans í Reykjavík sem var kynnt 6. júní. 9. júlí birtist næturstrætó en 16. október ók hann sína síðustu ferð, var til í 100 daga.

Í tilkynningu stjórnar Strætó kemur fram að stjórnin samþykkti 4. júlí síðastliðinn að hefja akstur næturstrætó um helgar til reynslu út septembermánuð. „Nú að loknum reynslutíma er ljóst að væntingar um farþegafjölda í næturstrætó hafa ekki staðist þrátt fyrir að búist hafi verið við auknum fjölda nú í haust þegar starfsfólk kom úr sumarleyfum og skólar hófust á ný,“ segir í tilkynningunni.

Og síðan: „Farþegafjöldi hverrar helgar var um 300 til 340 farþegar, að meðaltali 14 til 16 í hverri ferð, sem er talsvert undir ásættanlegum viðmiðum. Í ljósi þessa og fjárhagsstöðu Strætó, samþykkti stjórn Strætó að ekki sé réttlætanlegt að halda áfram akstri næturstrætó um helgar nú að loknum reynslutíma og verður því þeirri þjónustu hætt,“ segir í tilkynningu stjórnar.

Næturstrætó var ræddur í kosningabaráttunni í Reykjavík í vor, ásamt t.d. loforði um að öll tólf mánaða gömul börn fengju leikskólapláss núna í haust. Hér er t.d. kosningaskilti Framsóknar frá í maí síðastliðnum:

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí