Sanna Magdalena Mörtudóttir stendur sig best borgarfulltrúa að mat fjórðung borgarbúa samkvæmt skoðanakönnun Maskínu. Hún nýtur mest traust allra. Næstur kemur Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar, 21% nefna hann. Síðan kemur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, með 14%. Aðeins 6% nefna borgarstjóra Framsóknar, Einar Þorsteinsson.
Maskína spyr líka hvað fólk myndi kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú. Samkvæmt því myndi Framsókn tapa öllum sínum fjórum borgarfulltrúum, mælist með aðeins 3% fylgi. Vg myndi tapa sínum borgarfulltrúa og Píratar einum. Viðreisn tekur til þrjá af þessum fulltrúum, Samfylkingin tvo og Miðflokkurinn einn.
Fylgi flokkar er svona í könnuninni (innan sviga breyting frá kosningunum 2022):
Samfylkingin: 25,0% (+4,7 prósentur)
Sjálfstæðisflokkurinn: 23,4% (–1,1 prósentur)
Viðreisn: 14,9% (+9,7 prósentur)
Sósíalistaflokkurinn: 10,4% (+2,7 prósentur)
Píratar: 8,0% (+3,6 prósentur)
Miðflokkurinn: 5,9% (+3,4 prósentur)
Flokkur fólksins: 6,3% (+1,8 prósentur)
Vg: 3,0% (–1,0 prósentur)
Framsókn: 3,0% (–15,7 prósentur)
Hér má skoða könnun Maskínu.