Barnafjölskyldur hafa setið eftir efnahagslega

Barnafjölskyldur 9. okt 2022

Ráðstöfunartekjur foreldrakynslóðarinnar hafa hækkað minna á nýfrjálshyggjuárunum en annarra aldurshóps, einkum hinna elstu sem hafa aukið tekjur sínar mikið. Eigið fé hinna elstu hafa líka hækkað mest. Barnafjölskyldur hafa því dregist aftur úr öðrum á tímum nýfrjálshyggjunnar.

Eins og fram kom í samtali við Önnu Mjöll Guðmundsdóttur, formann Félagsins Fyrstu fimm, er staða barnafjölskyldna á Íslandi veikari en á Norðurlöndunum. Barnabætur eru hér lægri og skerðast fyrr, húsnæðiskostnaður hærri og sveigjanleiki á vinnumarkaði minni.

Þegar þróunin efnahagslegrar stöðu kynslóðanna má sjá merki þess að fjárhagsleg staða barnafjölskylda sé að versna. Skattabreytingar nýfrjálshyggjuáranna hafa dregið úr virkni velferðarríkisins sem flytur fé á milli kynslóða til að jafna framfærslubyrðina.

Með afnámi eignaskatta og lækkunar fjármagnstekjuskatts hefur sköttum verið lyft af þeim eldri, sem að jafnaði eiga meira. Og með því að láta vaxta- og barnabótakerfið hrörna hefur verið dregið úr stuðningi við barnafjölskyldur, sem vanalega skulda meira í húsnæði sínu.

Við skulum líta á hvernig ráðstöfunartekjur og eigið fé kynslóðanna þróaðist frá 1997 til 2021. Vanalega er miðað við að nýfrjálshyggjan hafi tekið völdin á Íslandi með þjóðarsáttarsamningunum 1990 og fyrstu ríkisstjórn Davíðs Oddssonar 1991. Árið 1997 var nýfrjálshyggjan komin á fullt skrið og gögn vistuð hjá Hagstofunni sem Metill notar ná ekki aftar.

Tekjur barnafjölskyldna hafa dregist saman

Hér má sjá þróun ráðstöfunartekna eftir aldurshópum samkvæmt skattframtölum, eins og upplýsingarnar birtast á metli.is. Efst er fólk 24 ára og yngri og svo koma fimm ára aldurshópar þar til kemur að tveimur neðstu, sem eru ofar 60-66 ára og neðst 67 ára og eldri. Grafið sýnir hlutfall ráðstöfunartekna eftir aldurshópum.

En líklega er skýrara að skoða meðaltekjur fólks í hópunum. Að meðaltali aukast þær um 47% að raunvirði á þessum 24 árum. Allir aldurshópar undir fimmtugu eru undir þessu meðaltali og mest fólk á aldrinum 25-39 ára, sem er foreldrakynslóðin.

Það má því lesa það út úr skattframtölum að foreldrakynslóðin hefur setið eftir á nýfrjálshyggjuárunum en ráðstöfunarfé fólks yfir sextugt hækkar mest.

Við getum séð þetta skýrt í töflu sem sýnir samanburð á stöðunni 2021 og hver hún væri ef aldurshóparnir hefðu allir aukið ráðstöfunarfé sitt jafn mikið. Miðað er við ráðstöfunarfé á mánuði.

AldurshópurMunur á hlutfalli frá 1997
Yngri en 24 áravantar 49.244 kr.
25-29 áravantar 141.338 kr.
30-34 áravantar 187.779 kr.
35-39 áravantar 178.768 kr.
40-44 áravantar 64.181 kr.
45-49 áravantar 13.913 kr.
50-54 ára77.306 kr. umfram
55-59 ára215.554 kr. umfram
60-66 ára379.504 kr. umfram
67 ára og eldri347.632 kr. umfram

Þetta er sláandi. Á síðustu 24 árum hafa barnafjölskyldurnar setið eftir.

Eignir hinna eldri aukast mest

Og ein ástæðan getur verið eignastaða, en það er einkenni nýfrjálshyggjutímans að eignastaða getur haft mikil áhrif á ráðstöfunarfé, t.d. er húsnæðiskostnaður miklu hærri hjá leigjendum og þeim sem skulda mikið í íbúðahúsnæði.

Hér er sambærilegt graf af Metli sem sýnir hlutdeild aldurshópanna í eigin fé almennings frá 1997 til 2021.

Hér sést að elsta fólkið átti mest og á enn meira nú. Það sem vekur athygli er að eigið yngstu hópanna nánast þurkast út við Hrunið en hefur jafnað sig að hluta.

Ef við stillum upp sambærilegi töflu um muninn á hlutdeild aldurshópanna í eigin fé almennings kemur í ljós að það eru fyrst og fremst eigið fé hinna elstu sem hefur vaxið mikið en eigið fé fólks á aldrinum 35 til 54 ára dregist aftur úr meðaltalinu.

Tafla sýnir hversu mikið meðaltals eigið fé innan aldurshópanna hafði vaxið eða dregist saman 2021 miðað við hlutfall hvers aldurshóps 1997.

AldurshóparMunur á hlutfalli frá 1997
yngri en 24 ára24.498 kr. umfram
25-29 ára85.743 kr. umfram
30-34 ára73.494 kr. umfram
35-39 áravantar 79.619 kr.
40-44 áravantar 79.619 kr.
45-49 áravantar 269.478 kr.
50-54 áravantar 232.731 kr.
55-59 ára48.996 kr. umfram
60-66 ára195.984 kr. umfram
67 ára og eldri349.097 kr. umfram

Þarna sést vel hvernig eigið fé vex mest hjá allra elsta fólkinu en fólk á miðjum aldri hefur setið eftir. Þetta veldur því að lífsgæði og öryggi hefur vaxið að meðaltali hjá hinum eldri en mun síður hjá fólki á miðjum aldri. Og það hefur áhrif á stöðu hópanna.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí