Skorið niður um 210 milljónir í skólakerfi Reykjavíkur

Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar verður afgreitt þriðjudaginn 6. desember á fundi borgarstjórnar. Meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokksins, Pírata og Viðreisnar leggur til að skorið verði niður um 210 milljónir króna í skólakerfi Reykjavíkur. Þetta kemur fram í breytingartillögum sem lagðar hafa verið fram.

Lagt er til að skorið verði niður um 60 milljónir með því að hætt verði að ráða inn viðbótar sumarfólk úr röðum ungmenna til viðbótar við afleysingarfólk sumarið 2023 inn í leikskóla borgarinnar.

100 milljóna niðurskurði verði náð í rekstri mötuneyta leikskólanna. Þannig verður gert ráð fyrir að allir leikskólar fái pantaðan mat frá fyrirtækjum í stað þess að eldað sé á staðnum. Kostnaði verði náð niður með útboðum og lægstbjóðandi sjái þá um að skaffa börnum matinn.

Síðasti niðurskurðarliðurinn hljóðar upp á 50 milljónir króna. Honum verður náð með því að draga úr innkaupum á tækjum og áhöldum um 50% í leik- og grunnskólum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí