Lítill hluti barna kemst inn á leikskóla við 12 mánaða aldur

Í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um fjölda barna sem hafa byrjað á leikskólum borgarinnar 12 mánaða gömul kemur fram að einungis um 10% þeirra sem sóttu um hafi komist inn. Á vormánuðum síðasta árs tilkynntu fulltrúar meirihlutans í Reykjavík að öllum börnum frá 12 mánaða yrði boðið pláss á leikskóla.

Fyrirspurnin var lögð fram 7. nóvember 2022. Í henni var óskað eftir upplýsingum um fjölda og hlutfall barna sem hafa byrjað á leikskólum borgarinnar 12 mánaða gömul.

Í svarinu sem birtist 10. janúar sl. kom fram að 1540 börn hafi í heildina verið tekin inn, án flutnings umsókna á milli leikskóla eða frá sjálfstætt starfandi. Um 10% barna sem hófu vistun á tímabilinu voru því að koma inn undir 13 mánaða.

Ekki hefur því tekist að standa við stóru orðin. Fulltrúar úr röðum meirihutans fullyrtu að öllum börnum yrði boðið pláss frá 12 mánaða aldri síðasta haust. Miðað við svör borgarinnar er ljóst að ekki hefur ræst úr því.

Svarið í heild sinni má sjá hér.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí