Lítill hluti barna kemst inn á leikskóla við 12 mánaða aldur

Í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um fjölda barna sem hafa byrjað á leikskólum borgarinnar 12 mánaða gömul kemur fram að einungis um 10% þeirra sem sóttu um hafi komist inn. Á vormánuðum síðasta árs tilkynntu fulltrúar meirihlutans í Reykjavík að öllum börnum frá 12 mánaða yrði boðið pláss á leikskóla.

Fyrirspurnin var lögð fram 7. nóvember 2022. Í henni var óskað eftir upplýsingum um fjölda og hlutfall barna sem hafa byrjað á leikskólum borgarinnar 12 mánaða gömul.

Í svarinu sem birtist 10. janúar sl. kom fram að 1540 börn hafi í heildina verið tekin inn, án flutnings umsókna á milli leikskóla eða frá sjálfstætt starfandi. Um 10% barna sem hófu vistun á tímabilinu voru því að koma inn undir 13 mánaða.

Ekki hefur því tekist að standa við stóru orðin. Fulltrúar úr röðum meirihutans fullyrtu að öllum börnum yrði boðið pláss frá 12 mánaða aldri síðasta haust. Miðað við svör borgarinnar er ljóst að ekki hefur ræst úr því.

Svarið í heild sinni má sjá hér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí