Brotið kerfi: Sex mánaða bið eftir viðtali við lækni

Heilbrigðismál 16. okt 2022

Hjálmtýr Heiðdal hringdi í heilsugæsluna í júní vegna óþægindum sem hann fyrir vinstra megin í hálsinum. Eftir langa bið var honum vísað á háls- nef- og eyrnalækni, sem gaf honum tíma fáeinum dögum fyrir jól. Það eru liðnir fjórir mánuðir frá því Hjálmtýr leitaði á heilsugæsluna og enn eru tveir mánuðir þar til hann kemst til læknis. Þetta er ein af mörgum sögum af brotnu heilbrigðiskerfi sem fólk segir frá á samfélagsmiðlum.

Hjálmtýr segir svo frá: „Í vor fann ég fyrir óþægindum vinstra megin í hálsinum, rétt undir kjálkanum. Þetta lýsir sér sem sviði og kláði, ekki sterkur verkur en óþægilegur. Verkurinn er ekki stöðugur en kemur endrum og eins á ólíklegustu tímum.

Eftir tvo-þrjá mánuði ákvað ég að þetta væri tilefni til heimsóknar á heilsugæsluna. Ég hringdi í júní og bað um tíma og gat fengið tíma í 25. ágúst, daginn sem ég var í Vestmannaeyjum. Ég bað um annan tíma og var sagt að hringja 9. ágúst og athuga möguleika á því hvort ég kæmist fyrr að.

Ég hringdi 9. ágúst og þá var mér sagt að ég gæti fengið að hitta lækninn 14. september. Og þá mætti ég og fékk þá þann úrskurð að háls-nef- og eyrnalæknir yrði að líta á þetta. Heilsugæslulæknirinn sendi beiðni á einn slíkan.

14. október var mér farið að lengja eftir boði frá háls- nef og eyrnalækninum og hringdi því í heilsugæsluna. Þá var mér sagt að hringja sjálfur í háls-nef- og eyrnalæknirinn. Ég hringdi og gat fengið tíma 20. desember kl. 14:20. Jafnframt var ég upplýstur um að beiðnin frá heilsugæslulækni hafði enga þýðinga.

Sem sagt – sex mánuðum eftir að ég fer á stúfana til að láta líta á þennan verk, sem enn plagar mig, þá kemst ég að hjá sérfræðingi. Hvað síðan gerist er ekki gott að segja til um, en ég er bjartsýnn að eðlisfari,“ endar Hjálmtýr færslu sína.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí