Fall Pútíns orðið mun líklegra

Úkraínustríðið 5. okt 2022

Sjötíu ára afmæli Pútíns á föstudaginn verður ekki sú sigurhátíð sem hann hefur vonast eftir. Það verða ekki margir sem vilja pugta sig fyrir honum og beygja á sama tíma og rússneski herinn er niðurlægður í Úkraínu. Fall Pútíns verður æ líklegra með hverjum deginu, gæti gerst á allra næstu dögum, segir Valur Gunnarsson sagnfræðingur í samtali við Rauða borðið.

En hvað tekur við? Líklega ekkert skárra, svarar Valur. Öðrum megin við Pútín er veik stjórnarandstaða sem hefur gagnrýnt stríðið frá upphafi. Hinum megin eru harðlínumenn sem gagnrýna að Pútín skuli ekki ganga harðar fram. Og það eru harðlínumennirnir sem eru miklu sterkari og í raun eina aflið sem gæti fellt Pútín.

Úkraínuher hefur sótt hratt fram síðustu daga og klukkustundir. Almenn herútkvaðning Pútíns mun ekki stoppa það. Sá mannskapur en enn í æfingabúðum. Það er því orðið æ líklegra að Úkraínumönnum takist að hrekja Rússa burt, þó ekki frá Krím, segir Valur.

Staðan er því orðin ansi myrk fyrir Pútín og engin leið að hann geti túlkað innrásina sem nokkuð annað en ósigur. Hann er að tapa á vígvellinum og einnig baráttunni um söguna. Hann er í svipaðra stöðu og Nikulás keisari sem tók alla ábyrgð á fyrri heimsstyrjöldinni, stýrði sjálfur hernum og gat því ekki rekið herforingja þegar illa gekk. Pútín er í sömu stöðu. Hann einn ber ábyrgð á innrásinni og hvernig hún er að breytast í niðurlægjandi ósigur. Og því verður það líklegra með hverjum deginum að hann þurfi að axla ábyrgðina, að harðlínumennirnir kringum hann muni fella hann.

Viðtalið við Val má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí