Félagslegar hörmungar í Ástralíu þykja normalt ástand á Íslandi

Húsnæðismál 4. okt 2022

Í Ástralíu er talað um félagslegar hörmungar vegna hækkunar á húsaleigu á undanförnum mánuðum. Húsaleiga er að nálgast að vera 25% af ráðstöfunartekjum fólks og það er kallað á aðgerðir, leiguþak og stórátak í að byggja upp félagslegs húsnæði. Á Íslandi greiða 2/3 hlutar leigjenda meira en 30% tekna sinna í leigu. Ástandið hér er margfalt alvarlegra en það sem kallað er félagslegar hörmungar í Ástralíu.

Húsaleiga í Ástralíu hefur hækkað gríðarlega á undanförnum tólf mánuðum. Á almennum leigumarkaði hefur húsaleiga hækkað um 15-23% á tímabilinu, en allt að 44% á einbýlishúsum á þeim svæðum sem hækkunin hefur orðið hvað mest. Mestu hafa hækkanir verið í stórborgum eins og Sidney, Canberra og Brisbane.

Í kjölfar þessara holskeflu hækkana á húsaleigu hefur krafan um leiguþak og leigubremsu orðið hávær í Ástralíu. Fræðimenn á í háskólum og rannsóknastofnunum hafa talað fyrir nauðsyn þess að setja á leiguþak, því kostnaðurinn við að gera það ekki getur orðið skelfilegur að þeirra sögn. Það getur haft miklar afleiðingar ef leigjendur verða keyrðir niður í fátækt og fjárhagserfiðleika.

Á sama tíma hafa risið upp kröfur um að stórátak í uppbyggingu á félagslegu húsnæði, að rót vandans sé ekki síst skortur á ódýru og öruggu húsnæði sem markaðurinn er ekki hæfur til að skaffa.

Samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar sem birt var fyrr í sumar kom í ljós að 27% leigjenda greiða yfir 40% af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæðiskostnað. Hlutfallið er 9% þeirra sem búa í eigin húsnæði. Hár húsnæðiskostnaður er því margfalt meira vandamál hjá leigjendum. Og miklu stærri vandi hér en í Ástralíu þar sem kallað er eftir aðgerðum.

Um tíundi hluti allra leigjenda á Íslandi ver meira en 70% ráðstöfunartekna í að borga húsaleigu. Og ríflega fjórðungur leigjenda þarf að greiða yfir helming tekna sinna í húsaleigu.

Samkvæmt rannsókn sem fyrirtækið Prósent framkvæmdi fyrir HMS og tók til húsnæðiskostnaðar leigjenda árið 2021 þá var niðurstaðan sú að einungis þriðjungur leigjenda greiða minna en 30% ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað. 2/3 hlutar leigjenda greiða meira en 30% af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæðiskostnað.

Það sem talað er um sem hættuástandi í Ástralíu er litið á sem normalt ástand á Íslandi.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí