Fjöldi gistinótta erlendra ferðamanna var aðeins undir því í september sem var á hábundu túristabólunnar 2016-19. Í sumar voru hins vegar öll met slegin, í júlí sváfu að meðaltali yfir 41 þúsund erlendri ferðamenn á landinu, sem jafngildir 11% fjölgun landsmanna.
Gistinætur voru um 853 þúsund á landinu í september, sem er svipað og var á hápunkti ferðamannastraumsins 2016-19. Munurinn er þó sá að nú eru íslenskir ríkisborgarar fleiri en þá, svo á þennan mælikvarða
692 þúsund gistinætur erlendra ferðamanna jafngildir því að hér hafi sofið að 23 þúsund manns að meðaltali hverja nótt í september. Það er um 6.300 fleiri en í fyrra og má reikna með þegar fólk metur álag á innviði og grunnkerfi samfélagsins; vegakerfi, heilbrigðiskerfi, löggæslu og fleira.
Gistinætur erlendra ferðamanna voru fleiri um hásumarið í ár en á hápunkti ferðamannasprengjunnar 2017-19. Í júlí gistu til dæmis að meðaltali 41 þúsund erlendir ferðamenn hverja nótt en höfðu áður verið flestir 37 þúsund 2016 og 2017.
Í júlí 2017 voru landsmenn 343 þúsund en þeir voru 381 þúsund í sumar, 38 þúsund fleiri. Ef við bætum ferðamönnunum við er munurinn 42 þúsund. Munurinn frá í fyrra á þenna mælikvarða var 32 þúsund manns, það er samanlögð fjölgun landsmanna og meðalfjöldi erlendra ferðamanna. Það gera rúm 8 prósent.