Ferðamenn eins og 11 prósent fjölgun landsmanna

Fólk 31. okt 2022

Fjöldi gistinótta erlendra ferðamanna var aðeins undir því í september sem var á hábundu túristabólunnar 2016-19. Í sumar voru hins vegar öll met slegin, í júlí sváfu að meðaltali yfir 41 þúsund erlendri ferðamenn á landinu, sem jafngildir 11% fjölgun landsmanna.

Gistinætur voru um 853 þúsund á landinu í september, sem er svipað og var á hápunkti ferðamannastraumsins 2016-19. Munurinn er þó sá að nú eru íslenskir ríkisborgarar fleiri en þá, svo á þennan mælikvarða

692 þúsund gistinætur erlendra ferðamanna jafngildir því að hér hafi sofið að 23 þúsund manns að meðaltali hverja nótt í september. Það er um 6.300 fleiri en í fyrra og má reikna með þegar fólk metur álag á innviði og grunnkerfi samfélagsins; vegakerfi, heilbrigðiskerfi, löggæslu og fleira.

Gistinætur erlendra ferðamanna voru fleiri um hásumarið í ár en á hápunkti ferðamannasprengjunnar 2017-19. Í júlí gistu til dæmis að meðaltali 41 þúsund erlendir ferðamenn hverja nótt en höfðu áður verið flestir 37 þúsund 2016 og 2017.

Í júlí 2017 voru landsmenn 343 þúsund en þeir voru 381 þúsund í sumar, 38 þúsund fleiri. Ef við bætum ferðamönnunum við er munurinn 42 þúsund. Munurinn frá í fyrra á þenna mælikvarða var 32 þúsund manns, það er samanlögð fjölgun landsmanna og meðalfjöldi erlendra ferðamanna. Það gera rúm 8 prósent.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí