Stjórn Bárunnar stéttarfélags, sem hefur verið í fréttum síðustu misseri vegna átakanna í verkalýðshreyfingunni, er skipuð atvinnurekendum búsettum á starfssvæði félagsins. Annars vegar er um að ræða Magnús Ragnar Magnússon eiganda Kayakferðir ehf. og hins vegar Helgu Flosadóttur sem á og rekur sölufyrirtækið Helga Flosa slf. sem selur raftæki, hreingerningarvörur, og barnavörur undir mismunandi vörumerkjum á samfélagsmiðlum.
Stjórn Bárunnar eru skipuð fimm stjórnarmönnum auk formans og varaformanns. Helga og Magnús hafa setið í stjórn félagsins í það minnsta frá árinu 2017 en Helga var fyrir þann tíma varamaður í stjórninni. Eitt megin hlutverk verkalýðsfélag er að semja við atvinnurekendur um kjör verkafólks og skiptingu verðmætanna. Það skítur því skökku við að þeir eigi sæti í stjórnum verkalýðsfélaga.
Í lögum Bárunnar segir að enginn megi ganga í félagið sem sé „atvinnurekandi [..] í það stórum stíl, að hann geti haft áhrif á kaupgjald eða lend vinnutíma“. Það er því háð mati hvort atvinnurekandi hljóti inngöngu. Ekki er tekið fram sérstaklega hvort sömu eða önnur viðmið gildi um setu í stjórn. Önnur stéttarfélög líkt og Efling eru með afdráttarlausari lög sem koma í veg fyrir inngöngu atvinnurekenda. Í lögum Eflingar segir að innganga í félagið sé háð því að umsækjandi “hafi ekki atvinnurekstur á hendi eða komi á annan hátt fram gagnvart verkafólki, sem fulltrúar eða umbjóðendur atvinnurekanda“.
Formaður Bárunnar, Halldóra Sveinsdóttir, situr í verkalýðsráði Samfylkingarinnar og hefur undanfarin ár komið fram sem einn helsti andstæðingur Sólveigar Önnur og Ragnars Þórs Ingólfssonar innan verkalýðshreyfingarinnar. Halldóra hefur ítrekað sakað þau um ofbeldi og að hafa ýtt undir ofbeldismenningu á vettvangi hreyfingarinnar. Ásakanir Halldóru og stuðningsfólks fyrir og á meðan þinginu stóð virðast hafa fyllti mælinn og sannfært Ragnar Þór um að draga framboð sitt til forseta ASÍ til baka.
Myndin er af Halldóru S. Sveinsdóttur formanni Bárunnar.
Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga