Framhaldsskólanemar segja ráðherrann fallinn á tíma

Kynbundið ofbeldi 6. okt 2022

Það er mat Samband íslenskra framhaldsskólanema að menntamálaráðherra og ráðuneyti séu fallin á tíma, segir í samþykkt stjórnar sambandsins frá í gærkvöldi. SÍF mun halda áfram með starfshóp sinn um viðbragðsáætlun vegna kynferðisofbeldis þótt sambandið hafi verið boðað á fund í ráðuneytinu eftir helgi.

Í samþykkt stjórnar kemur fram að hún harmar það mjög aðgerðarleysi stjórnvalda. Lítið sem ekkert var brugðist við frá því að atvik kom upp í Fjölbrautaskólanum á Suðurlandi að núverandi atvikum í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Stjórnin hafi því svarað ákalli skólastjórnenda og sett saman starfshóps til að móta viðbragðsáætlun sem tilbúin verði um næstu mánaðamót.

Skólayfirvöld í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa fallist á að taka áætlunina upp um miðjan nóvember.

Nemar í Hamrahlíð áætla að ganga út í dag, fimmtudagsmorgun klukkan ellefu. Og sama mun vera gert í öðrum framhaldsskólum. Þetta gera nemendur til að leggja áherslu á alvarleika málsins og krefjast aðgerða.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

 

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí