Baráttufólk gegn ofbeldismenningu vill ekki sjá Guðna aftur sem formann

Kynbundið ofbeldi 22. nóv 2023

Guðni Bergsson tilkynnti fyrr í dag að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hann sagði af sér eftirminnilega árið 2021 þegar KSÍ var sagt hafa reynt að hylma yfir með kynferðisbrotum leikmanna karlalandsliðsins. Innan Facebook-hópsins Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu er ekki tekið vel í þessi áform Guðna.

„Þegar sögurnar komu fram af Kolbeini Sigþórs sérstaklega, þá var Guðni formaður KSÍ. Hann kom ekki hreint fram og sagði hreinlega ósatt um að engin ofbeldismál hefðu komið inn á borð KSÍ. Í kjölfarið á því sagði Guðni af sér formannsstólinn og við fengum Vöndu í staðinn. Það átti svo sannarlega að taka til í þessum málum heyrðist manni á umræðunni,“ segir í nafnlausri færslu þar inni.

Viðkomandi heldur áfram og segir: „Það eina sem ég hef tekið eftir að hafi breyst er að þeir sem eru kærðir fyrir ofbeldisbrot eru ekki í landsliðinu á meðan að rannsóknin stendur yfir. Þeir sem eru kærðir koma svo bara aftur í landsliðið þegar því er lokið og fá jafnvel aftur fyrirliðabandið, enda er íslenskt dómskerfi ekki að virka fyrir hönd þolenda.“

Einn  maður segir í athugasemd að það sé í raun viðeigandi að Guðni snúi aftur. „Þetta er bara rökrétt framhald. Að auka meðvirkni og þöggun þegar kemur að kynferðisbrotum „góðu“ strákanna. Aron Einar sem hefur verið kærður fyrir hópnauðgun er fyrirliði og er ætlað að vera fyrirmynd fyrir yngri iðkendur. Við sjáum hvernig það er að skila sér (mál Alberts). Gamla bandið fékk allt leiðsögn í því hvernig á að haga sér gagnvart konum frá sjáum Gilz. Nú fá hard bro dudes sinn mann í formanns stólinn. Fjölmiðlar hafa beinlínis gert í því að gefa meintum gerendum aukið platform.“ 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí