Vill ekki að barnaníð Kristins E. gleymist

„Ef ég á að taka sam­an í stuttu máli það sem ég vildi sagt hafa þá er það að Krist­inn var óheiðarleg­ur maður, bæði póli­tískt og per­sónu­lega. Hann græddi á þjónk­un sinni við Rúss­land og síðar Kína. Hann bjó flott og lifði hátt en ætlaðist til að hinn grái almúgi sætti sig við lak­ari kjör í nafni sósí­al­ism­ans. Hann nídd­ist á börn­um en lifði á þeim tíma þar sem flest­ir full­orðnir voru blind­ir fyr­ir þessu fyr­ir­bæri og börn­um sem sögðu frá sjaldn­ast trúað. Barn­aníð er því miður eitt­hvað sem hef­ur alltaf verið til og hef­ur því miður ekki verið út­rýmt enn þótt nú sé tekið harðar á slíku en áður var gert,“ skrifar Guðný Bjarna­dótt­ir fyrrum læknir í Mogga dagsins.

Tilefnið er viðtal Árna Matthíassonar í Dagmálum, sjónvarpi Moggamanna, við Rósu Magnúsdóttur prófessor sem skrifaði bókina Rauða þræði um Kristins E. Andréssonar og Þóru Vigfúsdóttur konu hans. Kristinn var framkvæmdastjóri Máls og menningar og Heimskringlu og mikill áhrifamaður í pólitík og menningarlífi. Þóra var áhrifakona í kvennabaráttu og saman unnu þau hjónin ötullega að uppbyggingu kommúnismans á Íslandi og áttu í samstarfi við fólk úti um allt land og víða um heim.

„Mér þótti leitt að það skyldi ekki vera minnst einu orði á að Krist­inn var líka ill­virki sem barn­aníðing­ur sbr. grein mína í Mbl. 9. nóv. 2021,“ skrifar Guðný. „Krist­inn áreitti mig end­ur­tekið þegar ég var 9-10 ára og ég reyndi að forðast hann eins og ég gat, níu ára barn. Því miður sagði ég ekki for­eldr­um mín­um frá þessu, viðbrögð mín voru hin dæmi­gerðu viðbrögð fórn­ar­lambs­ins, skömm og þögn. Ég skil að umræðuefnið í Dag­mál­um var ekki þetta, en af því að það var verið að reyna að lýsa og skilja per­sónu Krist­ins hefði mátt minn­ast á barn­aníðið með einni setn­ingu að minnsta kosti. Það eru notuð orð um Krist­in eins og yfirþyrm­andi og drag­bít­ur en ekki barn­aníðing­ur. Á meðan hann þótt­ist vera að berj­ast fyr­ir rétt­læti í heim­in­um vílaði hann ekki fyr­ir sér að reyna að eyðileggja líf barn­ungra dætra vina sinna. Eft­ir að grein mín birt­ist kom fljót­lega önn­ur grein í Mbl. eft­ir konu sem hafði orðið fyr­ir áreiti af hendi Krist­ins barn­ung. Hún var hepp­in, for­eldr­ar henn­ar áttuðu sig á hvað var að ger­ast og hentu Kristni út af heim­il­inu. Einnig hef ég heyrt frá fleiri kon­um sem hafa sömu sögu að segja um Krist­in þegar þær voru börn.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí