Íslenskt verkefni fyrir þolendur kynferðisofbeldis í Tógó skilar bersýnilegum árangri

Kynbundið ofbeldi 6. mar 2024

Ber­sýni­leg­ur ár­ang­ur hef­ur náðst í ís­lensku verk­efni gegn kyn­ferð­is­legri mis­notk­un á börn­um í Tógó. Verk­efn­ið hef­ur náð til 257 stúlkna sem eru þo­lend­ur kyn­ferð­is­brota, skil­að fjölg­un á slík­um mál­um á borði lög­reglu og eflt fræðslu til kenn­ara, nem­enda og al­menn­ings.

Árið 2019 gerðu SOS Barna­þorp­in á Ís­landi samn­ing við utanríkisráðu­neyt­ið um fjár­mögn­un þró­un­ar­verk­efn­is í Ogou-hér­aði í Tógó. Verk­efn­ið sem fram­lengt var út árið 2025 mið­ar að því að styðja barna­fjöl­skyld­ur og sam­fé­lag­ið í for­vörn­um gegn kyn­ferð­is­legri misneyt­ingu á börn­um, einkum stúlk­um. Verk­efn­ið fel­ur í sér fyr­ir­byggj­andi að­gerð­ir, stuðn­ing og umönn­un barna og stúlkna sem hafa orð­ið fyr­ir slíku of­beldi með áherslu á að halda ung­um stúlk­um í skóla.

Stúlk­urn­ar hrekj­ast úr skóla

Kyn­ferð­is­leg mis­notk­un á barn­ung­um stúlk­um er mik­ill vá­gest­ur sem herj­að hef­ur í árarað­ir á Ogou hér­að. Sam­fé­lags­leg gildi gera það að verk­um að kyn­ferð­is­leg misneyt­ing á börn­um, barnagift­ing­ar stúlkna og brott­fall ung­lings­stúlkna úr grunn­skól­um vegna þung­un­ar eru að­kallandi vanda­mál á svæð­inu.

Vilja ekki kæra ná­granna

„Það er oft brugð­ist við þess­um mál­um með of mik­illi mildi. Flest­ar kær­ur falla nið­ur af þeirri ein­földu ástæðu að for­eldr­arn­ir vilja ekki fylgja kær­unni eft­ir. Afr­íku­bú­ar eru fé­lags­lynd­ir og ná­grann­arn­ir eru þeim mik­il­væg­ir. Þannig að þeg­ar ná­granni ger­ist brot­leg­ur er svo erfitt að kæra hann, fara í gegn­um ferl­ið og koma lög­um yfir hann. Þetta er okk­ar helsta áskor­un við að fást við vanda­mál­ið,“ seg­ir starfs­mað­ur barna­vernd­ar í Ogou hér­aði.

Verk­efn­ið skil­ar góð­um ár­angri

Mik­ill og góð­ur ár­ang­ur hef­ur náðst í þessu verk­efni til góða fyr­ir þo­lend­ur. Verk­efn­ið hef­ur náð til 257 stúlkna sem eru þo­lend­ur kyn­ferð­is­brota. 208 þeirra voru við það að hætta í skóla en héldu þess í stað áfram og 30 fóru í starfs­nám. Fræðsla hef­ur líka náð til 175 kenn­ara í öll­um tíu skól­um svæð­is­ins og 16.587 barna og ung­menna í sam­fé­lag­inu. Með­al al­menn­ings hef­ur verk­efn­ið náð til yfir 40 þús­und manns. Ár­ang­ur­inn er ber­sýni­leg­ur.

Brott­fall úr skóla er al­geng af­leið­ing fyr­ir þess­ar stúlk­ur og þá skort­ir oft stuðn­ing sem þær hafa nú feng­ið í gegn­um verk­efn­ið svo þær geti snú­ið aft­ur til náms en um leið hugs­að um börn­in sín.

Varð móð­ir 13 ára og hrakt­ist úr skóla

Írena var að­eins nýorð­in 13 ára þeg­ar hún varð ólétt eft­ir nauðg­un. Allt í einu voru fram­tíð­ar­draum­ar þess­ar­ar ungu stúlku í upp­námi. Hún var kom­in með unga­barn í fang­ið áður en hún varð 14 ára og svo fór að hún hrakt­ist úr grunn­skóla­námi af þess­um völd­um.

Í heim­ilda­myndinni hér að neðan er rætt við Ír­enu og fleiri ung­lings­stúlk­ur á verk­efna­svæði SOS Barnaþorpa í Tógó sem sjálf­ar á barns­aldri urðu ólétt­ar eft­ir nauðg­un og fjall­að um af­leið­ing­arn­ar sem það hafði fyr­ir þær.

Fréttin birtist á vefsíðu SOS Barnaþorpa á Íslandi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí