Hluti öryrkja borgar 75% tekna sinna í húsnæði

Húsnæðismál 14. okt 2022

Í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir ÖBÍ kom fram að 11% öryrkja greiða yfir 75% ráðstöfunartekna í rekstur húsnæðis. Ætla má að þetta eigi við allt að tvö þúsund manns. Víðast er miðað við að húsnæðiskostnaður eigi ekki að vera hærri en 25% af ráðstöfunarfé og að húsnæðiskostnaður yfir 40% sé verulega íþyngjandi.

Öryrki sem býr einn fær útborgað frá Tryggingastofnun tæplega 311 þús. kr. Ef húsnæðiskostnaður er 75% af þeirri upphæð og rafmagn og hiti þar af 15 þús. kr. þá væri húsaleigan er 218 þús. kr. sem er í raun undir markaðsleigu á lítilli íbúð. Sá sem býr við þessar aðstæður á þá eftir 78 þúsund krónur til að lifa út mánuðinn. Framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara er 195 þús. kr. Öryrkinn í þessu dæmi kláraði því allan sinn pening um hádegi í gær og þarf að lifa á loftinu út mánuðinn.

Hér er ekki gert ráð fyrir húsnæðisbótum. Svo fólk fái slíkar bætur þarf að þinglýsa leigusamningi á samþykkta íbúð. Leiguhúsnæði uppfyllir ekki allt þau skilyrði og því ná bæturnar ekki til allra sem á þeim þurfa að halda.

Upplýsingar um könnun Félagsvísindastofnunar kom fram í umsögn ÖBÍ um frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu og húsaleigulögum sem Flokkur fólksins lagði fram. Í umsögninni segir að samkvæmt leigukönnun sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun lét framkvæma árið 2021 jókst hlutfall leigu af ráðstöfunartekjum milli áranna 2020 til 2021. Meðalhlutfall leigukostnaðar af ráðstöfunartekjum er 44% sem gefur til kynna mjög mikla greiðslubyrði vegna leigukostnaðar. Í könnuninni kemur einnig fram að tæp 30% öryrkja greiða meira en 50% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Þar sem flest allir leigusamningar eru tengdir vísitölu má gera ráð fyrir að þessi greiðslubyrði hafi hækkað þrátt fyrir aukinn húsnæðisstuðning stjórnvalda í sumar.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí