Hvaða árangri hefur hægrimaðurinn Ragnar Þór náð?

Stjórnmál 8. okt 2022

„Þau tala eins og verkalýðshreyfingin hafi ekkert gert í 100 ár. Allt aumingjar og svikarar þangað til þau mættu. Það er algjörlega rangt. Hvað í ósköpunum hefur Ragnar Þór gert? Hvaða árangri hefur hann náð?“ spyr Ólafur Kjaran Árnason, stjórnarmaður í Samfylkingarfélagi Reykjavíkur í Facebook-hóp flokksins þar sem eru líflegar umræður um verkalýðsmálaráð flokksins sem hefur sett sig upp á móti framboði Ragnars Þórs Ingólfssonar til forseta Alþýðusambandsins.

Teitur Atlason, sem sæti á í flokksstjórn, ávarpar þau sem undrast ákvörðun Axels Jóns Ellenarsonar og segir að tilefnið hafi líklega aðeins verið dropinn sem fyllti mælinn. „Það hefur verið mjög ótrúlegt að fylgjast með rað-mistökum formanns framkvæmdastjórnar í samhengi við verkalýðsmálaráð. Ég undrast þá tilhneigingu formanns framkvæmdastjórnar að taka bara vitlausar beygjur í öllum málum.“

Teitur segir það slæmt að verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar var handvalið úr hópi þeirra sem urðu undir í Eflingarkosningunum. Sem Ólafur Kjaran segir rangt, fólkið hafi verið kosið af flokksstjórn. „Ragnar Þór er hins vegar hægrimaður og Sólveig Anna eitthvað allt annað en sósíaldemókrati. Átti flokksstjórn á kjósa þau?“

„Einn af kjörnum jafnaðarstefnunnar er valdefling verkalýðsfélaga sem mótvægi við valdsækni óbeislaðrar auðstefnu fjármagnsins,“ skrifar Birgir Þórarinsson aka Biggi veira, sem átti sæti á lista flokksins fyrir ári. „Þeir sem sjá ekki valdeflingu verkalýðsfélaga í Ragnari og Sólveigu eru ekki í þeirri stellingu finnst mér.“

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí