Íslandsbankaskýrslan kemur ekki fyrir landsfund xD

Stjórnmál 31. okt 2022

Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi getur ekki svarað til um hvort skýrsla stofnunarinnar um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka komi fyrir vikulok, það er fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, fullyrðir við Ríkisútvarpið að skýrslan mun ekki koma fyrir helgi.

Á landsfundinum mun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og sá sem ber mesta ábyrgð á sölunni, reyna að verjast formannsframboði Guðlaugs Þórs Þórðarson. Bjarni samþykkti söluna og söluaðferðir sem fjármálaráðherra og skipaði stjórn bankasýslunnar.

Stjórnmálaskýrendur geta velt fyrir sér áhrifum af skýrslunni á formannskjörið. Ef skýrslan er mjög vond er auðvitað betra fyrir Bjarna að vera laus við hana.

Þegar Alþingi óskaði eftir skýrslunni í vor var reiknað með að hún kæmi um mitt sumar. Rætt var um að kalla þing sérstaklega saman til að ræða skýrsluna, seint í júní eða byrjun júlí.

Síðan hafa liðið dagar, vikur og mánuðir. Undanfarnar vikur hefur verið sagt að skýrslan sé rétt handan við hornið, en samt tefst birting hennar.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí