Kjaragliðnun milli eigenda fjármagns og launafólks

Ríkisfjármál 12. okt 2022

Fjármagnstekjur jukust um 46% að raunvirði milli áranna 2020 og 2021 en 81% fjármagnstekna rann til topp 10% landsmanna á því ári, að því er fram kemur í umsögn BHM um fjárlagafrumvarpið. Sagt er að hröð aukning fjármagnstekna milli ára gerði að verkum að ráðstöfunartekjur einstaklinga í efstu tekjutíund jukust þrefalt á við aðra hópa samfélagsins, eða um 12% að raunvirði miðað við 4% hjá hinum 90%.

Þessi þróun er framhald af lengri sögu en fjármagnstekjur hafa aukist um 120% að raunvirði á 10 árum. Á sama tíma jukust atvinnutekjur í íslenska hagkerfinu aðeins um 53%. Flest bendir til að nokkur kjaragliðnun hafi átt sér stað milli launafólks og fjármagnseigenda á áratugnum 2011-2021 og hún hafi aukist til muna á árunum 2020 og 2021.

Í umsögn BHM er nokkuð fjallað um þessa kjaragliðnun milli launafólks og fjármagnseigenda í samhengi við áskoranir á ári kjarasamninga. Eru stjórnvöld sögð standa frammi fyrir tveimur stórum verkefnum á árinu 2023. Annars vegar að koma böndum á verðbólguna með fjölþættum aðgerðum og hins vegar stuðla að kaupmáttaraukningu á næsta kjarasamningstímabili. 

Kalla eftir framtíðarsýn um heilbrigðiskerfið

Í umsögnininni segir að vísbendingar séu um að íslenska heilbrigðiskerfið hafi verið fjársvelt á tímabilinu 2008-2021 en á þeim tíma varði hið opinbera allt að 30% minna til heilbrigðiskerfisins á Íslandi en hin Norðurlöndin. Þessu var öfugt farið á tímabilinu 1986-2006 þegar Íslendingar vörðu allt að 20% meira til heilbrigðiskerfisins en hin Norðurlöndin, sem hlutfall af landsframleiðslu. 

Framlög til heilbrigðiskerfisins dragast saman um rúmlega 1% af VLF milli áranna 2021 og 2023. Ekki er því fyrirséð að þessi mynd breytist í bráð.

Í umsögninni kemur fram að horfa þurfi á vanda heilbrigðiskerfisins í samhengi við stöðu sveitarfélaganna. Telur bandalagið þá ótækt að hagkvæmni í rekstri sveitarfélaga verði náð á kostnað sérfræðinga sem þar vinna og eru í miklum meirihluta konur. Sérfræðingar hjá sveitarfélögunum eru lægst launuðustu sérfræðingar landsins en halda úti nauðsynlegri grunnþjónustu sem skapar verðmæti langt umfram þau laun sem þeim er skammtað.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí