Launavísitalan hækkaði umfram verðlag í september

Dýrtíðin 21. okt 2022

Í miðri verðbólguhrinu gerðist það að Hagstofan mælir 0,8% hækkun launavísitölu í september sem er mun meiri hækkun en mælingar á verðlagi sýndu. Meðaltalskaupmáttur jókst því í september á Íslandi, öfugt við flest Evrópulönd. Ástæðan er skortur á vinnuafli sem ýtir undir launaskrið.

Reyndar hjálpar til að verðlag lækkaði í september sé miðað við samræmda vísitölu Evrópusambandsins. Samkvæmt henni lækkaði almennt verðlag um 0,2% í september.

Íslenska neysluvísitalan með húsnæðiskostnaði inni hækkaði hins vegar um 0,1%.

En það er sama hvort er miðað við, launavísitalan hækkaði meira. Kaupmáttur jókst um 1% miðað við evrópsku vísitöluna en 0,7% miðað við þá íslensku.

Eftir sem áður hefur kaupmáttur skroppið saman á árinu. Fyrstu níu mánuði minnkaði kaupmáttur launavísitölunnar um 2,3% samkvæmt evrópsku neysluvísitölunni en um 3,5% samkvæmt þeirri íslensku.

Margt bendir til að það sé tekið að draga úr verðbólgu á heimsvísu. Við gætum því verið að færast inn í tímabil minnkandi verðbólgu en hækkandi launa vegna vöntunar á starfsfólki, sem er meira en núna en verið hefur síðan í bólunni 2007.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí