Launavísitalan hækkaði umfram verðlag í september

Dýrtíðin 21. okt 2022

Í miðri verðbólguhrinu gerðist það að Hagstofan mælir 0,8% hækkun launavísitölu í september sem er mun meiri hækkun en mælingar á verðlagi sýndu. Meðaltalskaupmáttur jókst því í september á Íslandi, öfugt við flest Evrópulönd. Ástæðan er skortur á vinnuafli sem ýtir undir launaskrið.

Reyndar hjálpar til að verðlag lækkaði í september sé miðað við samræmda vísitölu Evrópusambandsins. Samkvæmt henni lækkaði almennt verðlag um 0,2% í september.

Íslenska neysluvísitalan með húsnæðiskostnaði inni hækkaði hins vegar um 0,1%.

En það er sama hvort er miðað við, launavísitalan hækkaði meira. Kaupmáttur jókst um 1% miðað við evrópsku vísitöluna en 0,7% miðað við þá íslensku.

Eftir sem áður hefur kaupmáttur skroppið saman á árinu. Fyrstu níu mánuði minnkaði kaupmáttur launavísitölunnar um 2,3% samkvæmt evrópsku neysluvísitölunni en um 3,5% samkvæmt þeirri íslensku.

Margt bendir til að það sé tekið að draga úr verðbólgu á heimsvísu. Við gætum því verið að færast inn í tímabil minnkandi verðbólgu en hækkandi launa vegna vöntunar á starfsfólki, sem er meira en núna en verið hefur síðan í bólunni 2007.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí