Lula með fleiri atkvæði en nær ekki meirihluta

Heimspólitíkin 2. okt 2022

Þegar nær öll atkvæði hafa verið talin í brasilísku forsetakosningunum er Luiz Inácio Lula da Silva með 48,4% atkvæða en Jair Bolsonaro með 43,2%. Framan af talningunni var Bolsonaro með fleiri atkvæði, en það snerist við þegar á leið. Önnur umferð forsetakosninganna fer fram eftir fjórar vikur þar sem þessir tveir verða einir í framboði.

Það er minni munur á milli Lula og Bolsonaro en kannanir höfðu sýnt, en sumar þeirra bentu til að Lula gæti náð meirihluta atkvæða í fyrstu umferð.

Lula var forseti Brasilíu 2003-10, starfaði sem málmiðnarðarmaður þar til hann gerðist verkalýðsleiðtogi og stofnaði síðan sinn vinstri sinnaða Verkamannaflokk sem færst hefur nær miðju á síðari árum. Lula var tvennar forsetakosningar örugglega, fékk 61% atkvæða 2002 og

Bolsonaro er utarlega á hægri vængnum í Brasilíu, var hálfgerður einfari í pólitík þar til hann var kjörinn forseti og hefur komið við í mörgum flokkum.

Simone Tebet öldungadeildarþingmaður Lýðræðishreyfingarinnar, sem er hægriflokkur, er með 4,2% og Ciro Gomes, varaformaður Lýðræðislega verkamannaflokksins og fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Lula, er með 3,1% atkvæða. Simone þótti standa sig vel i kappræðum fyrir kosningarnar og sker sig frá hinum, er kona, yngri en karlarnir og hefur verið stutt í pólitík í samanburði við þá.

Bolsonaro er nú í Frjálslynda flokknum, Partido Liberal, sem vinnur mörg þingsæti í kosningunum; var með 33 sæti í fulltrúadeildinni en er nú með 99. Verkamannaflokkur Lula er nú hluti af kosningabandalaginu Fe brazil ásamt Kommúnistum o.fl. Fe er skammstöfun en kalla mætti kosningabandalagið Vonarsamband Brasilíu. Verkamannaflokkurinn var með 56 þingmenn í fulltrúadeildinni en Fe Brazil er nú með 80. Þessir tveir flokkar eru þeir stærstu á þingi. Næstur kemur União Brasil, Brasilíubandalagið, hægri flokkur sem áður var stærsti þingflokkurinn.

Þegar horft er til þingkosninganna og kjör fylkisstjóra er ljóst að það er engin skýr vinstri bylgja í þessum kosningum. Í raun stendur Bolsonaro nú sterkar en fyrir fjórum árum, þótt hann sé undir í forsetakjörinu. Margir flokksmanna hans og stuðningsmenn eru að ná góðri kosningu, flokkur hans er sá stærsti á þinginu og svo getur farið að hann nái mörgum fylkisstjórum í annarri umferð 30. október næstkomandi.

Við munum uppfæra fréttina eftir því sem nýjar tölur berast.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí