Nemendur í MH ganga út ef yfirvöld sjá ekki að sér

Kynbundið ofbeldi 4. okt 2022

Óánægja með aðgerðarleysi skólayfirvalda hefur verið að krauma í langan tíma, segja Jórunn Elenóra Haraldsdóttir og Glóey Kristjánsdóttir nemendur í MH. Úrræðaleysið sem blasir við þolendum kynferðisofbeldi í skólanum er óboðlegt.

Nemendum var svo nóg boðið þegar blað, sem hafði verið hengt upp á vegg með fyrirsögninni Af hverju er ég að labba á sömu göngum og nauðgarar? var tekið niður. Næsta skref verður að nemendur labba út á fimmtudagsmorguninn klukkan ellefu ef skólayfirvöld hafa ekki séð að sér.

Mótmælin, eða vakningin eins og sumir hafa sagt, byrjaði á mánudaginn síðastliðinn þegar nemandi hengdi upp blað þar sem einföld spurning er lögð fram. Af hverju er ég að labba á sömu göngum og nauðgarar?

Undir stóð: Ég sem nemandi í MH kæri mig ekki fokking um að vita að FULL ON NAUÐGARAR sitja á móti mér í tímum, með mér í hópverkefnum og labba framhjá mér á göngunum.
Bara ein spurning Menntaskólinn við Hamrahlíð… viljiði gera eitthvað í þessu eða bara trúa því að þetta setur aðra nemendur í þessum skóla í hættu?
Gerið eitthvað for fucks sake ætla ekki að vera í sama skóla og strákur sem er kærður um að hafa nauðgað litlu frænku sinni“

Þetta blað var tekið niður og þá söfnuðust nemendur saman á salernum og skrifuðu skilaboð með varalit á speglanna. Ég vil ekki fokking nauðgara í skólanum mínumAFH eru svona margir nauðgarar og svo framvegis. 

„Ég er þolandi, og hef talað við skólann,“ segir Glóey við Rauða borðið í kvöld. „Mér var ekki vísað út, en það sem var gert var að þau töluðu við gerandann. Mér var sagt að það yrði talað við hann en hef ekkert heyrt neitt síðan.” Hún er ekki ein um það að þurfa að sjá þann sem beitti hana ofbeldi á göngum skólans eða í tímum.

„Þetta er ekki stríð á milli nemenda MH og skólastjórnar MH, þetta er á töluvert stærri mælikvarða” segir Jórunn og vísar til þess að MH er ekki eini skólinn þar sem þetta ástand er. Þær vilja góð samskipti á milli nemenda og skólastjórnar en þær krefjast lausna og úrræða fyrir þolendur kynferðisofbeldis í skólakerfinu.

Þó nokkrir núverandi og fyrrverandi nemendur skólans hafa greint frá því að þeim hafi verið nauðgað af samnemendum sínum. Þegar þolendum segja frá því að þeim finnist vont að sjá þann sem beitti þau ofbeldi ganga um skólann án afleiðinga hefur verið sagt að skipta um skóla.

Á fimmtudagsmorguninn klukkan 11 munu nemendur í MH labba úr skólanum í mótmælaskyni og nemendur í fleiri skólar eru líklegir til þess að gera slíkt hið sama.

Hlýða má á viðtalið við Jórunni og Glóey í spilaranum að ofan.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí