Ólöf Helga véfengdi kjörbréf fulltrúa Eflingar

Verkalýðsmál 10. okt 2022

Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta Alþýðusambandsinsog ritari stjórnar Eflingar, vildi að þing ASÍ lýsti kjörbréf fulltrúa Eflingar ólögleg og myndi þar með vísa þeim af þinginu. Þegar ljóst var að þessi tillaga naut ekki stuðnings dró Ólöf Helga tillöguna til baka.

Kjörbréfanefnd fór yfir kjörbréf allra fulltrúa og lýsti þá rétt kjörna. Þá lagði Ólöf Helga fram tillögu sína með þeim rökum að ólöglega hafi verið staðið að vali fulltrúa þrátt fyrir úrskurð kjörnefndar. Þá var lögð frávísunartillaga á tillögu Ólafar Helgu og þegar ljóst var að hún yrði samþykkt dró Ólöf Helga tillögu sína til baka.

Meðflutningsfólk Ólafar Helgu á tillögunni voru Agnieszka Ewa Ziólkowska en hún situr á þinginu fyrir Eflingu, Ægir Ólafsson Sjómannafélagi Ólafsfjarðar, Kolbeinn Agnarsson Jötunn, Jóhannes Finnbogason og Trausti Jörundarson Sjómannafélagi Eyjafjarðar, Birkir Snær Guðjónsson og Lars Jóhann Andrésson Afli, Ragnar S. Magnússon Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Guðmundur Finnbogason Samstöðu, Þórarinn G. Sverrisson og G. Særún Björnsdóttir Öldunni, Truyggvi Ástþórsson Verkalýðsfélagi Suðurlands og fulltrúar frá ASÍ-UNG: Ástþór Jón Ragnheiðarson, Jón Unnar Viktorsson, Ásdís Helga Jóhannsdóttir, Inga Fanney Rúnarsdóttir.

Fulltrúar Eflingar eru rúm 18% af fulltrúunum á þingi. Frá VR koma yfir 30%. Og ef bætt er við fulltrúum frá Verkalýðsfélagi Akraness og Grindavíkur og Framsýn á Húsavík þá eru þessi fimm félög með um 54% þingfulltrúanna. Það segir nokkuð um styrk hópsins sem vill breytingar á ASÍ.

Þá hefur komið fram að áður en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, bauð sig fram sem forseta hafði hann kannað stuðninginn út fyrir þessar raðir. Telja má víst að hann njóti t.d. umtalsverðs stuðnings meðal iðnaðarmanna.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí