Opinberir styrkir byggðu upp eigið fé stjórnmálaflokka

Óflokkað 18. okt 2022

Hærri opinberir styrkir til stjórnmálaflokkanna byggði upp sjóði í flestum flokkanna sem áður voru margir í skulduðu mun meira en þeir áttu. Frá 2007 til 2020 batnaði mjög fjárhagsstaða allra flokka. Nema Sjálfstæðisflokksins. Hærri styrkir dugðu ekki til að fjármagna reksturinn og flokkurinn gekk á eigið fé sitt.

Þetta kemur fram í samantekt Brynjólfs Gauta Guðrúnar Jónssonar doktorsnema í tölfræði á vef hans Metill.is.

Þar kemur fram að framlög hins opinbera til stjórnmálaflokka lækkuðu stöðugt á föstu verðlagi frá 2007 til 2017 á en hækkuðu svo mikið árið 2018.

Þarna má sjá hvernig styrkirnir skiptust á milli flokkanna. Hver flokkur fær sinn lit. Talið neðan frá í öftustu súlunni eru flokkarnir í þessari röð: Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Vg, Framsókn, Píratar, Miðflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins.

Brynjólfur Gauti birtir einnig yfirlit yfir framlög frá fyrirtækjum:

Þarna sést að framlög frá fyrirtækjum nánast hurfu við Hrunið nema hvað þau voru áfram nokkur hjá Sjálfstæðisflokki og Framsókn, en mun minni hjá öðrum.

Framlög frá einstaklingum breyttust minna:

Þó má sjá að síðari árin, 2019-20 eru framlögin minni. Það má vera vegna þess að ekkert var kosið þessi ár, en líka vegna þess að styrkirnir hækkuðu. Það er athygli vert að einstaklingar leggja nánast ekkert til Pírata og Flokks fólksins. Þeir flokkar lifa af opinberum styrkjum fyrst og fremst.

En leiddu auknir styrkir til aukinna umsvifa?

Það er ekki hægt að sjá það. Rekstur flokkanna er ósköp líkur yfir tímabilið. Það sem sveiflar honum eru kosningar, ekki venjuleg starfsemi.

Hvað varð þá um stuðninginn?

Hann fór í að laga eiginfjárstöðu flokkanna:

Þarna sést að síðasta árið eru allir flokkar komnir upp fyrir núllið. Árin eftir Hrun skulduðu Framsókn og Vg meira en flokkarnir áttu. Það er svo athygli vert að sjá sterka fjárhagsstöðu nýju flokkanna Flokks fólksins og Miðflokksins og hvað fjárhagsstaða Samfylkingar og Vg hefur styrkst mikið.

Svo virðist sem styrkirnir fari að mestu í kosningasjóði en séu ekki notaðir í reglubundna starfsemi til að styrkja lýðræðið, eins og hugmyndin var kannski. Almenningur fær því fyrst og fremst fleiri og stærri kosningaauglýsingar fyrir þetta fé.

Þegar rennt er í gegnum þessar upplýsingar sést sérstaka Sjálfstæðisflokksins. Hann stóð ekki bara best allra í upphafi tímabilsins heldur er hann eini flokkurinn sem stendur verr eftir þennan tíma. Flokkurinn hefur étið upp um helming af eigin fé sínu þrátt fyrir styrkina.

Hér má lesa greininingu Brynjófls Gauta: Fjármál stjórnmálaflokkanna: Greining á ársreikningum stjórnmálaflokka úr gögnum Ríkisendurskoðunar

Samstöðin er gjaldfrjáls vettvangur. Ef þér líkar efnið getur þú eflt Samstöðina með því að gerast félagi í Alþýðufélaginu og þá einskonar áskrifandi. Það kostar aðeins 1.250 kr. á mánuði, en þú mátt borga meira., Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí