Ríkið er leiðandi í hækkun á leiguverði

Húsnæðismál 4. okt 2022

„Ríkið hefur skapað þá ófreskju sem óhagnaðardrifinn leigumarkaður er. Það kemur síðan inn á markaðinn með leigufyrirtæki sem á að vera óhagnaðardrifið en er í raun leiðandi í hækkun á leiguverði. Hvar á jarðkringlunni myndi þetta geta gerst?“ spurði Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjena, við Rauða borðið þar sem hann ræddi Bríeti leigufélag sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á og rekur.

Guðmundur rakti hvernig Íbúðalánasjóður hefði eignast nokkur hundruð íbúðir eftir Hrun, íbúðir sem fólk hafði misst vegna stökkbreytingar lána og fallandi tekna. Sjóðurinn hefði leigt þessar íbúðir út þar til því var haldið fram að ríkið ætti ekki að vasast í því að reka leigufélag. Þá voru flestar íbúðirnar seldar inn í Almenna leigufélagið sem Gamma rak, og sem tók strax til við að hækka leiguna. Þetta með öðru skapaði neyðarástand á leigumarkaði svo kröfur vöknuðu um að ríkið gerði eitthvað til að byggja upp heilbrigðan leigumarkað, einkum á landsbyggðinni. Þá fór Húsnæði- og mannvirkjastofnun, arftaki Íbúðalánasjóðs, að lána verktökum til að byggja leiguhúsnæði, sem varð mun dýrara í útleigu en þær íbúðir höfðu verið sem stofnunin átti áður.

En Íbúðalánasjóður seldi ekki allar íbúðirnar, sat uppi með um 270 íbúðir sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fékk í arf frá Íbúðalánasjóði, skuldlausar og veðbandalausar íbúðir. Þetta eru íbúðir sem eru inn í Bríet og bera engan fjármagnskostnað og ættu því að leigjast út langt undir markaðsverði á hinum óregluvædda okurmarkaði.

En þrátt fyrir þetta leigir Bríet þessar íbúðir á verði sem er yfir markaðsverði. Hvar á jarðkringlunni myndi þetta geta gerst? spyr Guðmundur Hrafn.

Guðmundur Hrafn ræddi einnig sameiginlegan fund Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtaka iðnaðarins í dag og sagði augljóst að stofnunin vildi þjóna verktökunum í Samtökum iðnaðarins. Guðmundur lýsti ánægju með framgang Sigurðar Inga Jóhannssonar á fundinum, þar sem hann gerði kröfur á verktakana um að þeir skiluðu af sér hagkvæmum íbúðum og benti á að ef það gerðist ekki myndi ríkið leita annarra leiða til að koma upp þessum íbúðum.

Samtalið við Guðmund má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí