Samfylkingin gegn Sólveigu Önnu

Verkalýðsmál 27. okt 2022

Af fimm framboðum sem komin eru fram í fimm manna stjórn Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar eru þrjú frá svörnum andstæðingum Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Samfylkingin mun því líklega endurnýja stuðning sinn við andstöðuna gegn róttækri verkalýðshreyfingu á landsfundinum.

Agnieszka Ewa Ziólkowska varaformaður Eflingar og Halldóra Sigríður Sveinsdóttir formaður Bárunnar á Selfossi bjóða sig fram aftur, en þær sátu í stjórninni frá því snemma á árinu þegar flokksstjórn raðaði þar inn andstæðingum Sólveigar Önnu og Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR, Nú bætist við Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar og mótframbjóðandi Sólveigar Önnu í formanskjörin síðasta vetur.

Framboð Ólafar Helgu kemur nokkuð á óvart því hún var í örðu sæti á lista Vg í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði í vor. Vg missti fylgi í kosningunum, var enn fjær því nú að ná inn manni en var 2018. Ólöf Helga er nú mætt í Samfylkinguna og vill í Verkalýðsmálaráðið.

Aðrir frambjóðendur er Gylfi Þór Gíslason, núverandi formaður stjórnarinnar, og Guðni Freyr Öfjörð Úlfarsson.

Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða og Kristján Þórður Snæbjarnarson sitjandi forseti ASÍ voru í ráðinu en hafa enn ekki lýst yfir framboði.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí