Samfylkingin gegn Sólveigu Önnu

Verkalýðsmál 27. okt 2022

Af fimm framboðum sem komin eru fram í fimm manna stjórn Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar eru þrjú frá svörnum andstæðingum Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Samfylkingin mun því líklega endurnýja stuðning sinn við andstöðuna gegn róttækri verkalýðshreyfingu á landsfundinum.

Agnieszka Ewa Ziólkowska varaformaður Eflingar og Halldóra Sigríður Sveinsdóttir formaður Bárunnar á Selfossi bjóða sig fram aftur, en þær sátu í stjórninni frá því snemma á árinu þegar flokksstjórn raðaði þar inn andstæðingum Sólveigar Önnu og Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR, Nú bætist við Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar og mótframbjóðandi Sólveigar Önnu í formanskjörin síðasta vetur.

Framboð Ólafar Helgu kemur nokkuð á óvart því hún var í örðu sæti á lista Vg í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði í vor. Vg missti fylgi í kosningunum, var enn fjær því nú að ná inn manni en var 2018. Ólöf Helga er nú mætt í Samfylkinguna og vill í Verkalýðsmálaráðið.

Aðrir frambjóðendur er Gylfi Þór Gíslason, núverandi formaður stjórnarinnar, og Guðni Freyr Öfjörð Úlfarsson.

Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða og Kristján Þórður Snæbjarnarson sitjandi forseti ASÍ voru í ráðinu en hafa enn ekki lýst yfir framboði.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí