Segir fátækt efnahagslegt ofbeldi

Varaborgarfulltrúi Sósíalista, Andrea Helgadóttir, hélt sína fyrstu ræðu í borgarstjórn Reykjavíkur í gær og vék að orðræðunni í samfélaginu, ofbeldi og misskiptingu. Hún sagði í ræðunni að  efnahagslegt ofbeldi sem hugtak sé minna þekkt en annað ofbeldi sem viðgangist í samfélaginu. Fátækt,  sérstaklega í ríku samfélagi, sé þó ekkert annað en efnahagslegt ofbeldi gagnvart fólki.

„Hugtakið efnahagslegt ofbeldi er aðeins síður þekkt hugtak en annað ofbeldi sem viðgengst í samfélaginu, en fátækt, alveg sérstaklega fátækt í ríku samfélagi: það er efnahagslegt ofbeldi. Það er kerfisbundið áreiti, ofbeldi og kúgun sem er viðhaldið gegn fólki sem verður undir efnahagslega, með hugmyndum um það að hinir hæfustu eigi allt gott skilið en þeir sem standa verr eigi alla sína ógæfu skilið enda stafi hún af þeirra eigin vanhæfni, kannski leti eða skussaskap, jafnvel heimsku.“

Andrea segir að þetta sé ekki síst vegna útbreiddra hugmynda um verðleikaræðið (e. meritocracy) svokallaða þar sem mikil áhersla er lögð á jöfn tækifæri fyrir alla. Litið sé svo á að hin fátæku séu einfaldlega ekki að nýta tækifærin sem samfélagið veiti þeim: „Þau sem passa ekki í manneskjulöguðu reitina sem búið er að skera út fyrir þau í samfélagi sem er skipulagt á þessum forsendum, þau verða afgangs. Það er ekki pláss fyrir þau.“, segir Andrea. 

Komið betur fram við vel stæða

„Þetta er viðmót sem samfélagið byggir inn í öll sín kerfi, það er komið mismunandi fram við fólk sem er efnað, fágað og vel til fara heldur en þau sem hafa ekki efni á að kaupa sér smart ný föt og að láta aðra um að klippa á þeim neglurnar og snyrta á þeim hárið. Það er frekar tekið mark á þeim þegar þau taka til máls, hleypt að hlaðborðinu fyrst. En velgengni, metnaður og framasækni þýða ekki að þú sért betri manneskja. Það þýðir kannski samt að þú ferð að álíta það sjálfur. “

Hún segir að Sósíalistar hafni þessari nálgun og að það þurfi að búa til pláss fyrir þá sem ekki passi inn í hólfin sem kerfið vilji þröngva fólki í: „Það er hægt að gefa pláss og sýna virðingu, maður hefur bara sveigjanleg hólf. Þau eru manneskjur með allan þann rétt til mennskrar tilveru eins og fólkið sem keyrir í vel bónuðum nýjum bíl milli staða í frostinu með sætishitarann í gangi.“

Ísland farið að sýna sjúkdómseinkenni misskiptingar

„Ástæðan er sem sagt sú að Ísland er farið að sýna dæmigerð sjúkdómseinkenni misskiptingar. Staðreynd sem virðist ekki fá mikla viðurkenningu eða vekja áhuga. Það má tala um einkennin, og einhver viðbrögð við þeim en um leið og einhver fara að beina sjónum fólks að undirliggjandi meininu, vaxandi misskiptingu, og krefjast þess að horfið sé af þeirri braut, virðast viðbrögðin vera að slökkva ljósin og gleyma því sem fyrst. Fara svo kannski heim og skrifa eitthvað ljótt um viðkomandi.“

Andrea varar að lokum við þróuninni og því að samfélagið haldi áfram á sömu braut: „Við þurfum ekki meiri grimmd, okkur vantar ekki fleiri eða ríkari auðkýfinga, við þurfum samfélag fyrir manneskjur.“

Hægt er að lesa alla ræðu Andreu á Facebook.

Samstöðin er gjaldfrjáls vettvangur. Ef þér líkar efnið getur þú eflt Samstöðina með því að gerast félagi í Alþýðufélaginu og þá einskonar áskrifandi. Það kostar aðeins 1.250 kr. á mánuði, en þú mátt borga meira., Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí