Segir óljós tengsl milli launahækkana og verðbólgu

Verkalýðsmál 26. okt 2022

„Það er algjörlega magnað að fyrrverandi forstöðumaður á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabanka Íslands skuli upplýsa að á síðustu 22 árum hafi alls ekki verið hægt að sýna fram á að launahækkanir leiði til hækkunar á verðlagi,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins um rannsóknarniðurstöður sem kynntar voru í Seðlabankanum.

Það var Ásgeir Daníelsson, fyrrum forstöðumaður á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabanka Íslands, sem kynnti efni rannsóknarritgerðar sinnar Wages and prices of foreign goods in the inflationary process in Iceland.

Kynning Ásgeirs byrjaði á tilvitnun í forsvarsmenn fyrirtækja sem segja að kostnaðarhækkanir séu helsta ástæða
verðhækkana, en launakostnaður er um 50% landsframleiðslunni og því veigamesti einstaki þátturinn.

Ásgeir vitnaði líka í skýrsluna Framtíð íslenskrar peningastefnu eftir Ásgeir Jónsson núverandi Seðlabankastjóra, og Sjálfstæðisflokksfólkið Illuga Gunnarsson og Ásdísi Kristjánsdóttur: „Það er einföld þumalfingursregla að við 2,5% verðbólgumarkmið og 1-2% framleiðnivöxt megi nafnlaun ekki hækka um meira en 4-4,5% á ári til lengri tíma litið án þess að kollvarpa stefnunni.“

Þessi kenning hefur verið áhrifamikil og var til dæmis þráðurinn sem umræður forystufólks á vinnumarkaði um hagsspá Landsbankans í Hörpu fyrir skömmu snerust um. Þar var þetta kynnt af spyrlum og talsmönnum fyrirtækjaeigenda sem lögmál.

Ásgeir hafnar svo sem ekki þessari kenningu í kynningu sinni. Hann finnur henni bara enga stoð í raunveruleikanum, finnur ekki þetta samhengi þegar hann skoðar afleiðingar kjarasamninga.

„Hugsið ykkur að á verkalýðshreyfingunni hefur dunið ár eftir ár að ef við semjum ekki um afar hóflegar hækkanir þá muni það leiða til óðaverðbólgu og ógna stöðugleikanum og þessum óhróðri hafa Seðlabankinn, stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins haldið úti linnulaust í hvert sinn sem kjarasamningar eru lausir,“ skrifar Vilhjálmur Birgisson á Facebook.

„Núna afhjúpast ósannindin þar sem fram kemur að ekkert tölfræðilegt samband sé á milli launahækkana og verðlags frá árinu 2000 en samt er þessum óhróðri ætíð haldið hátt á lofti. Þessi niðurstaða frá Ásgeiri Daníelssyni, fyrrverandi forstöðumanni á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabanka Íslands ætti að vera fyrsta frétt í öllum fjölmiðlum, enda stórmerkileg tíðindi.“

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí