Segja átökin vera um hugmyndir, taktík, völd og persónur

Verkalýðsmál 20. okt 2022

Átökin í verkalýðshreyfingunni eiga sér djúpstæðar rætur í ágreiningi um hugmyndir og aðferðir og þessi átök eru ekki ný. Og þau birtast á átökum um völd og persónur. Þannig var það áður og þannig er það nú.

Þannig ræddu þeir um átökin í verkalýðshreyfingunni þeir Sigurður Pétursson sagnfræðingur sem mikið hefur fjallað um sögu verkalýðshreyfingarinnar og Guðmundur Ævar Oddsson félagsfræðidoktor sem einbeitt hefur sér að stéttargreiningu.

Guðmundur benti á að það séu stéttaátök innan verkalýðshreyfingarinnar vegna þess að þar er fólk með ólíka stéttarstöðu og ólíka hagsmuni. Þótt yfirmenn, sérfræðingar og menntafólk sé vissulega launafólk þá er staða þeirra ekki sú sama og ófaglærðs verkafólks. Og átökin þarna á milli má sjá innan verkalýðshreyfingarinnar og innan vinstri stjórnmála um allan heim. Þegar millistéttin stækkaði og verkalýðsstéttin varð hlutfallslega minni sneru flokkar með rætur í sósíalískri baráttu sér að millistéttinni og verkalýðsstéttin var skilin eftir án talsfólks og baráttutækja. Þessi breyting varð líka innan verkalýðshreyfingarinnar og átökin nú eru að hluta til vegna þess að láglaunafólkið er að krefjast þess að hafa meiri áhrif á hreyfinguna. Það hefur eignast ötulan talskonu í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, sem líklega er sterkasti verkalýðsforinginn síðan Gvendur jaki var og hét.

Og Sigurður benti á að hann hafi líka skammaður fyrir að verð hvass og ákveðinn, orðljótur og fylginn sér.

Sigurður benti á að átökin milli ólíkra hagsmuna innan hreyfingarinnar birtust til dæmis í því hvort krefjast ætti krónutöluhækkunar eða prósentuhækkunar á laun. Krónutalan er til hagsbóta fyrir hin lægst launuðu en síður fyrir fólk með laun yfir meðallaunum. Verkamannasambandið hafi ætíð lagt áherslu á krónutöluhækkanir og þær hefðu verið lagðar til grundvallar í lífskjarasamningunum. Og það eru stéttir innan hreyfingarinnar sem sætta sig illa við að það verði gert aftur.

Margt er líkt með átökunum nú og þegar þau voru hörðust á fjórða, fimmta og sjötta áratugnum. Þá deildu róttækari sósíalistar og hægfara kratar um stefnu og taktík. Og þessi ólíku sjónarmið hafa alla tíð verið innan Alþýðusambandsins, sem er breið regnhlíf yfir launafólk með ólíka hagsmuni. Annar hópurinn bendir á að stærstu sigra sína hafi hreyfingin unnið með hörðum átökum en hinn að hægt hafi verið að ná árangri án stórra átaka.

Báðir kvörtuðu þeir yfir einfeldningslegri túlkun í fjölmiðlum á þessum átökum þar sem þeim var víða lýst sem hreinu valdastríði fólks án hugsjóna, fólks sem væri aðeins að hugsa um eigin stöðu. Guðmundur sagði augljóst að í hreyfingunni væru allir einhvers konar jafnaðarmenn, sem vildu bæta kjör og réttindi síns félagsfólks. En það væri ósammála um aðferðir og áherslur.

Sigurður sagðist aðspurður ekki óttast um verkalýðshreyfinguna í þessum átökum. Hann sagði miklu betra ef fólk deildi opinberlega og reyndi að breyta stefnu og áherslum. Líklega hefði hreyfingin of lengi reynt að sætta ólík sjónarmið í bakherbergjum, en slíkt leiddi oftast til þess að kröfurnar væru veikari og viljinn til átaka minni.

Í dag væri verkalýðshreyfingin meira áberandi en var áratugina á undan og meira rætt um stéttir, stéttamun og stéttabaráttu. Það staðfesta rannsóknir sem Guðmundur hefur gert.

Sjá má og heyra samtal þeirra tveggja í spilarnum hér að ofan, líklega bestu greiningu á átökunum í verkalýðshreyfingunni sem er í boði.

Samstöðin er gjaldfrjáls vettvangur. Ef þér líkar efnið getur þú eflt Samstöðina með því að gerast félagi í Alþýðufélaginu og þá einskonar áskrifandi. Það kostar aðeins 1.250 kr. á mánuði, en þú mátt borga meira., Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí