Björn Leví Gunnarssonar þingmaður Pírata og fyrrum þingmenn flokksins, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, voru kallaðir í vitnaleiðslur og borið undir þá ummæli sakborninga í hryðjuverkamálinu á samskiptaforritinu Signal þar sem rædd var um að drepa þá.
Mennirnir tveir í gæsluvarðhaldinu heita Sindri Snær Birgisson 25 ára og Ísidór Nathansson 24 ára. Landsréttur féllst í dag ekki á kröfu saksóknara um tveggja vikna gæsluvarðhald til viðbótar yfir mönnunum en féllst á eina viku yfir hvorum mannanna.
Samstöðin greindi frá því í morgun að Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefðu verið kölluð til vitnaleiðslu og sýnt ummæli þar sem gælt var við að drepa þau bæði.
Píratarnir sem stigu fram í dag hafa ekki viljað segja um hvað ummælin um þá snerust.
Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga