Spáir Sjálfstæðisflokknum undir 10% fylgi

Verkalýðsmál 26. okt 2022

„Ætli fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins fari ekki fljót­lega niður í 10% mark­ið? Það væri eðli­legt fyrir hrein­rækt­aðan flokk fámennrar yfir­stétt­ar,“ skrifar Stefán Ólafsson, prófessor og sérfræðingur Eflingar, í Kjarnann. Tilefnið er frumvarp þingflokksins um takmörkun á völdum og áhrifum verkalýðsfélaga.

Í frumvarpinu eru lagt til að kjara­samn­ings­á­kvæði um for­gang félags­manna í stétt­ar­fé­lögum til vinnu og greiðslu vinnu­rétt­ar­gjalds verði bönnuð. „Um þetta sömdu verka­lýðs­fé­lögin og sam­tök atvinnu­rek­enda fyrir löngu, í frjálsum samn­ing­um,“ skrifar Stefán. „Þetta er mik­il­væg stoð þeirrar vinnu­mark­aðs­skip­anar sem við búum við á Íslandi í dag.“

„Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stígur nú fram sem flokkur atvinnu­rek­enda og fjár­festa, rík­ustu 10 pró­sent­anna, sem jafn­framt vinnur gegn hags­munum hinna 90 pró­sent­anna, þorra launa­fólks,“ skrifar Stefán. „Mark­mið hans er að veikja sam­tök launa­fólks, grafa undan sam­taka­mætti verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Til að fegra þessa aðför að hags­munum launa­fólks segja Sjálf­stæð­is­menn að þetta sé gert í nafni „frelsis“. En það er hið mesta öfug­mæli.“

„Ef ein­hverjir Sjálf­stæð­is­menn halda að þetta muni leiða til ein­hvers góðs fyrir aðra en þá allra rík­ustu í sam­fé­lag­inu þá ættu þeir að hugsa sig um aft­ur,“ segir Stefán í greininni. „Ef þetta næði fram að ganga þá væri grund­velli kippt undan vinnu­mark­aðs­skip­an­inni og þeim sam­skiptum og sam­starfi sem hún hefur auð­veld­að. Félags­skipan öll færi á hreyf­ingu og frið­ar­skyldan á vinnu­mark­aði yrði í upp­námi.“

Lesa má grein Stefáns hér: Sjálfstæðisflokkurinn er kominn út úr skápnum.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí