Spáir Sjálfstæðisflokknum undir 10% fylgi

Verkalýðsmál 26. okt 2022

„Ætli fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins fari ekki fljót­lega niður í 10% mark­ið? Það væri eðli­legt fyrir hrein­rækt­aðan flokk fámennrar yfir­stétt­ar,“ skrifar Stefán Ólafsson, prófessor og sérfræðingur Eflingar, í Kjarnann. Tilefnið er frumvarp þingflokksins um takmörkun á völdum og áhrifum verkalýðsfélaga.

Í frumvarpinu eru lagt til að kjara­samn­ings­á­kvæði um for­gang félags­manna í stétt­ar­fé­lögum til vinnu og greiðslu vinnu­rétt­ar­gjalds verði bönnuð. „Um þetta sömdu verka­lýðs­fé­lögin og sam­tök atvinnu­rek­enda fyrir löngu, í frjálsum samn­ing­um,“ skrifar Stefán. „Þetta er mik­il­væg stoð þeirrar vinnu­mark­aðs­skip­anar sem við búum við á Íslandi í dag.“

„Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stígur nú fram sem flokkur atvinnu­rek­enda og fjár­festa, rík­ustu 10 pró­sent­anna, sem jafn­framt vinnur gegn hags­munum hinna 90 pró­sent­anna, þorra launa­fólks,“ skrifar Stefán. „Mark­mið hans er að veikja sam­tök launa­fólks, grafa undan sam­taka­mætti verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Til að fegra þessa aðför að hags­munum launa­fólks segja Sjálf­stæð­is­menn að þetta sé gert í nafni „frelsis“. En það er hið mesta öfug­mæli.“

„Ef ein­hverjir Sjálf­stæð­is­menn halda að þetta muni leiða til ein­hvers góðs fyrir aðra en þá allra rík­ustu í sam­fé­lag­inu þá ættu þeir að hugsa sig um aft­ur,“ segir Stefán í greininni. „Ef þetta næði fram að ganga þá væri grund­velli kippt undan vinnu­mark­aðs­skip­an­inni og þeim sam­skiptum og sam­starfi sem hún hefur auð­veld­að. Félags­skipan öll færi á hreyf­ingu og frið­ar­skyldan á vinnu­mark­aði yrði í upp­námi.“

Lesa má grein Stefáns hér: Sjálfstæðisflokkurinn er kominn út úr skápnum.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí