Sviss eina Evrópulandið með minni verðbólgu en Ísland

Dýrtíðin 21. okt 2022

Verðbólga á Íslandi er mun lægri en í flestum Evrópulöndum samkvæmt samræmdi neysluvísitölu, 5,9% meðan verðbólgan er 10,9% í Evrópusambandinu. Verðbólgan mælist lægri í Sviss, en annars er verðbólgan lægst hér. Stýrivextir eru hins vegar háir og raunvextir stýrivaxta Seðlabankans eru hæstir í Evrópu.

Hagstofan birti samræmda vísitölu neysluverðs og raðast Evrópulöndin svona upp:

Verðbólgan er mest í Tyrklandi, komin úr böndum. En verðbólgan er líka há í Eystrasaltslöndunum og flestum löndum Austur-Evrópu. Í Vestur-Evrópu er verðbólgan hæst í Niðurlöndum, 17,1%.

Verðbólgan er 10,9% í Þýskalandi en 6,2% í Frakklandi. Á Norðurlöndunum er verðbólga hæst í Danmörku, 11,1%.

Stýrivextir á Íslandi eru nú 5,75%. Aðeins Ungverjaland, Tyrkland, Tékkland, Pólland og Rúmenía eru með hærri vexti.

Sem merkir að flest lönd Evrópu, þar sem verðbólgan er hærri en hér, eru með lægri vexti. Stýrivextir Evrópska Seðlabankans eru aðeins 1,25% og virka þeir ólíkt í Frakklandi, þar sem er 6,2% verðbólga eða í Niðurlöndum þar sem verðbólgan er 17,1%.

Við getum stillt þessu tvennu saman og séð hversu neikvæðir raunvextir stýrivaxta seðlabankana eru í hverju landi:

Þarna sést að íslensku stýrivextirnir eru aðeins lítillega neikvæðir á meðan þeir eru neikvæðir um 16% í Hollandi, svo nálægt land sé nefnt. Og miklu neikvæðari í Eystrasaltslöndunum sem tilheyra evrusvæðinu eða Tyrklandi, þar sem vextir voru ekki hækkaðir um daginn vegna aukinnar verðbólgu heldur lækkaðir.

Stýrivextir verja fjármagn fyrir verðbólgunni. Í flestum löndum Evrópu er það látið brenna upp í takt við minnkandi kaupmátt almennings vegna verðbólgunnar. En ekki hér.

Munurinn er líka sá að á Íslandi er lítið atvinnuleysi og mikill hagvöxtur, sem skýrist af endurreisn ferðaþjónustunnar eftir cóvid og háu verði á mörkuðum fyrir útflutning stóriðju og stórútgerðar. Í Evrópu er minni hagvöxtur og meira atvinnuleysi.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí