Sýknudómur Erlu sýndi að lögreglan átti frumkvæðið

Dómsmál 5. okt 2022

Væri mál Erlu tekið upp aftur og hún sýknuð er óhjá­kvæmi­legt annað en að sá sýknu­dómur næði líka til Sæv­ars og Krist­jáns, en þau voru öll þrjú ákærð og sak­felld fyrir þessar röngu sak­ar­gift­ir. Í slíkum dómi fælist sem sagt við­ur­kenn­ing á því að það hafi verið lög­reglu­menn­irnir sem áttu frum­kvæðið og fengu þessa tví­tugu krakka í lið með sér í þeim göf­uga til­gangi að geta hand­tekið bana­menn Geir­finns,“ skrifar Jón Daníelsson blaðamaður í grein í Kjarnanum, en hann gaf á sínum tíma út bók um Geirfinnsmálið.

„Í slíkum dómi fælist við­ur­kenn­ing á því að rann­sak­endur máls­ins hafi beitt ótrú­lega óvönd­uðum með­ölum og jafn­vel gerst brot­legir við lög. Jafn­vel þótt slíkar sakir séu löngu fyrndar virð­ist svo dökkur blettur ekki mega falla á lög­regl­una,“ heldur Jón áfram.

Hann rekur í greininni hvernig Erla Bolladóttir, Sævar Ciesielski og Krist­ján Við­ar Viðarsson voru leidd af lögreglunni til að bera sök á fjórmenninga, sem síðan voru handteknir og haldið lengi saklausum í gæsluvarðhaldi.

„Þessar yfir­heyrslur eru senni­lega allra skýrasta vís­bend­ingin sem höfum nú um frum­kvæði og til­gang lög­regl­unn­ar. Til þess að geta hand­tekið Sig­ur­björn þurfti lög­reglan nauð­syn­lega að fá fram vitn­is­burði um að hann hefði verið í drátt­ar­braut­inni,“ skrifar Jón.

Og heldur áfram: „Lög­reglan þurfti líka á vitn­is­burðum að halda til að hand­taka Magnús Leo­polds­son. Gæslu­varð­hald Ein­ars Bolla­sonar og Valdi­mars Olsen virð­ast einna helst hafa verið ein­hvers konar fórn­ar­kostn­aður í sam­heng­inu. En lög­reglan fékk fram vitn­is­burði, sem hún taldi duga til að hand­taka alla þessa menn. Þre­menn­ing­arnir sem unnu að þess­ari rann­sókn höfðu auð­vitað góða reynslu af því að fá menn til að kikna undan ein­angrun í gæslu­varð­haldi og þeir virð­ast í upp­hafi hafa reiknað með að Sig­ur­björn og Magnús myndu á end­anum gef­ast upp og játa,“ skrifar Jón.

Jón segir það einmitt vera frum­kvæðið sem málið snýst um. Það séu bara tveir mögu­leik­ar: Annað hvort átti unga fólkið sjálft frum­kvæðið að þessum röngu sak­ar­giftum eða frum­kvæðið kom frá lög­reglu­mönn­un­um. Það koma engir aðrir til greina. Og það er auð­vitað hér sem hníf­ur­inn stendur í kúnni.

Grein Jóns má lesa hér: Ósvífinn endurupptökudómur.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí